Skírnir - 01.09.1996, Side 83
SKÍRNIR
HINN BLINDI SJÁANDI
329
Gamla konan kallaði hann aldrei annað en kattarafmánina og kattar-
sneypuna, en samt kunni hann best við sig hjá henni, því hann mat ekki
orðbragð heldur innræti, hún sást aldrei gera kvikindi mein; það er
merkilegt hvað kettir hænast að gömlu fólki, þeir kunna nefnilega að
meta höfuðkost ellinnar, uppáfinningaleysið, og það öryggi sem því er
samfara, eða skildu þau kanski hið gráa hvort í öðru, það sem liggur á
bakvið kristindóminn og sálina? (303)
Eftirlætisbarnabarninu Nonna tekst eins og skepnunum að draga
fram það sem liggur bak við hrjúft yfirborðið. Þegar Hallbera
kveður hann seint í sögunni varpar hún frá sér þeim sálmum sem
annars eru vörn hennar við veruleikanum (394-96) og gefur hon-
um dýrmætustu eigur sínar í staðinn. Hin raunverulega kristni
Hallberu er í gjörðum.
Hallbera virðist þó oftast óháð því sem gerist fremst á sviðinu,
á hins vegar í stríði við öfl utan sviðs, trúir á góðar vættir og
vondar, fer með særingar og sálma og sögur hennar einkennast af
forneskju og hrikaleik. Samt virðist sá óhugnaður viðráðanlegri
en þau öfl í manneðlinu sem valda hörmungum sögunnar. Púk-
ana má reka burt með keytu: „margur fjandinn var feginn að flú
undan skvettu þegar ekki annað dugði, en húsbóndinn hér má
ekkert heyra nefnt af því sem viðkemur kristinni trú“ (329). Það
sem Hallbera kallar kristna trú er ein af þversögnum sögunnar,
sambland kukls og katólsku. Þessi kynlegu trúarbrögð benda til
sambandsleysis við umheiminn. Sálarangist hennar virðist snúast
um eitthvað sem engu máli skiptir. Þessi firring kemur fram í
sérvisku eins og að neita að borða nýjan fisk (256), treysta ekki
ofnum (344) og stundum einnig í samræðum: „Já, svaraði gamla
konan án þess að hafa heyrt nema helmínginn af spakmælum
kennarans, en misskilið afgánginn“ (345).
Hallbera er þannig fjarlæg í nálægð sinni en til viðbótar hálf
úr heimi vegna aldurs sem klifað er á. Þegar í upphafi segist hún
„vera búin að gleyma öllu, hún myndi ekki framar neitt úr fortíð
né nútíð, nema þegar hún var að alast upp fyrir sunnan, og svo fá-
ein andleg vers, hún væri orðin það óttalegt dauðans skar“ (137).
Seinna lýsir hún stöðu sinni svo:
ég er látin lifa, ef líf skyldi kalla [...]. Eg er sosum ekki neitt einsog hver
maður getur séð, ég get varla sagt að ég sé lifandi þó að ég geti ekki dáið,