Skírnir - 01.09.1996, Page 84
330
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
það rétt heitir svo að ég veit af mér [...]. Og hvað um mig verður, hrepp-
stjóri minn, ég sosumeinsog skifti mér ekki af því, heyrnarlaus og sjón-
laus manneskjan sem ég er; og ég get ekki sagt ég hafi neina fíngur leing-
ur, þetta er dautt. Og brjóstið farið. (328-30)
Nánast í hvert sinn sem Hallbera sést er hún að staulast, sér varla
og virðist vera við það að hrökkva upp af. En þegar Bjartur drep-
ur kúna er það Finna en ekki Hallbera sem sálast (288). Hún lifir
og lifir. Þegar komið er fram í þriðja hluta sögunnar furðar kerl-
ing sig á því að hún lifi enn (394) og sú furða nær til allra er á líð-
ur:
Gamla konan lifði áfram á sinn sérkennilega hátt, einsog nokkurskonar
kerti sem drottinn hefur gleymt að slökkva, hún tuldraði sína sálma og
prjónaði og varð aldrei vör við hina nýu tíma og neitaði því að komin
væri akbraut um dalinn, eða sjálfrenníngar ækju á þrem kortélum til
fjarðar og einu frammað Utirauðsmýri (421)
Langlífi kerlingar er orðið fáránlegt enda annað heimafólk í
Sumarhúsum upp til hópa dáið eða flúið. „Altaf ku hún lifa, hún
teingdamóðir þín“, segir hreppstjórinn við Bjart (428). Kerling
neitar að flytja og liggur í rigningunni og hættir að lokum „að
fylgja fötum vegna kulda, án þess hún gæti þó dáið, svo Bjartur
tók það ráð að flytja rúmið hennar í auða básinn í fjósinu, úrþví
hún gat ekki dáið úr kulda“ (500). Beðið er dauða hennar enda er
hún komin yfir nírætt og eins og hvert annað gamalt drasl sem
Bjartur situr uppi með: „það var ekki annað eftir honum áháng-
andi hér á staðnum en gamla konan“ (507). Þetta viðhengi Bjarts
er þó það sem heldur í honum lífinu, rúgmjölið er tekið út í
hennar nafni. Og Hallbera lifir í sögulok, ein á sviðinu með sjálf-
um aðalpersónum harmleiksins, Bjarti í Sumarhúsum og Astu
Sóllilju, og Bjartur, sjálfstæðastur allra Islendinga, orðinn vinnu-
maður hennar.
3. Uppreisn í Sumarhúsum
Klifunin á aldri kerlingar ýtir undir þá blekkingu að Hallbera sé
úr tengslum við söguna og átök hennar. En sú blekking er rofin æ