Skírnir - 01.09.1996, Page 85
SKÍRNIR
HINN BLINDI SJÁANDI
331
ofan í æ og með auknum krafti, Hallbera reynist í betri tengslum
við veruleikann en aðrar aðalpersónur sögunnar og aðgerðaleysi
hennar ekki sem sýnist. Hallbera er vissulega á baksviði en sú
bakrödd er „stirður, sprakur, lágrómur" (138) sem ryðst inn í vit-
ræn samtöl þaðan sem hans er síst von „einsog skörðótt brotajárn
sem er sargað gegnum lifandi hold“ (279). Hallbera birtist fyrst á
sviðinu heima hjá séra Guðmundi. Þá þegar kemur falskur tónn í
yfirborðsmerkingu sögunnar. Presturinn segir að Bjartur sé
„aldeilis yfirbugaður af sorg“ en þá heyrist hljóð úr horni: „Já,
það veit ég, mannaumínginn, tautaði gamla konan niðrí prjóna
sína án þess að líta upp“ (136). Hún þarf ekki að líta upp. Þeim
sem fylgst hefur með lífi og dauða Rósu og viðbrögðum Bjarts
við missi hennar er ljóst að lýsing Guðmundar er lygi og við-
brögð kerlingar afhjúpa lygina þó að hún þykist aðeins muna það
sem er fyrir sunnan (137) og sé full af hindurvitnum (138).
Grunur kerlingar að ekki sé „einleikið“ hvernig fór fyrir Rósu
virðist fjarstæða en reynist hárréttur. Hallbera á sér einkaheim
eins og aðrir, eyðir tilverunni í sálmum og hrollvekjum en það
hindrar hana ekki í að hegða sér eins og maður. Hún sér í báða
heimana en verður ekki svo starsýnt á draumheiminn að hún týni
hinum. Hið eina sem hún trúir er þjóðsagan um Gunnvöru og
Kólumkilla sem er byggð á misskilningi, Kólumkilli er dýrlingur
sem Islendingar gerðu að djöfli. Þó er hún sönn miðað við „sann-
leik“ Bjarts: „oft er svo, að þótt maður sé viss um að sagan um
Kólumkilla sé ekki sönn, og jafnvel að hún sé lygi, þá er einsog
hún geymi samt sem áður meiri sannleik en nokkur sannleiki.
Það er einhver djöfull í heiðinni sem étur fólk“ (386). Kólumkilli
er í heiðinni, sjálfsblekking og lífslygi Bjarts bónda er sá Kólum-
killi og hann étur fólk, fyrst Rósu en síðar aðra heimilismenn í
Sumarhúsum.
Hallbera hefur þannig þegar í upphafi þann starfa að afhjúpa
blekkingarvef sögunnar.7 Heitið, Sjálfstœtt fólk, er hluti af
7 Átök blekkingar og veruleika (illusion og virkelighed) hafa verið talin lykilstef
í höfundarverki Halldórs Laxness, til að mynda af Erik Sonderholm (Halldór
Laxness. En monografi. Khöfn 1981, 96 o.v.).