Skírnir - 01.09.1996, Page 86
332
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
honum, því að sagan snýst um að „sjálfstætt fólk“ er ekki til og
síst af öllu er Bjartur í Sumarhúsum frjáls. Hann er fangi lyginnar
og eltingarleikur hans við það sem ekki er til snýst í harmleik þar
sem hann ýmist er valdur að dauða ástvina sinna eða hrekur þá
frá sér og stendur uppi snauður í lokin. Sjálfstætt fólk fjallar um
lífslygi eins og fleiri verk skáldsins, skálduð og ævisöguleg. Sá
kjarni er endurtekinn í Skáldatíma: „aungum er afsökun í að trúa
því sem honum er sagt; öll lygi er lygi að sjálfum sér.“8 Þetta er
grunnhugsun sögunnar um Bjart sem er ekki fyrst og fremst um
íslenska bóndann þó að sá skilningur á henni hafi valdið írafári og
ritdeilum á sínum tíma.9 Þá rifjast upp sagan um aðalsmanninn
sem sagði skáldinu að Bjartur ætti „að minsta kosti hundrað þús-
und kollega í New York einni“.10 Sjálfstætt fólk fjallar fremur um
manninn en bóndann en Halldór hefur raunar sagt að fyrir sér
séu allir menn sveitamenn.* 11
Ef Sjálfstætt fólk er saga um lygi en ekki bændur, nema á yfir-
borðinu, eru Bjartur og Hallbera andstæður sögunnar. Bjartur
hefur verið talinn holdgervingur hetjuskaparins.12 Réttara væri að
tala um holdgerving heimskunnar. Hetjuskapur Bjarts er sjálfs-
blekking sem leiðir hörmungar yfir þá sem standa honum næst.
Fjölskyldu sinni er þessi kúgaði fátæklingur, fjötraður sjálfslygi,
fullkominn harðstjóri sem oft virðist gersneyddur mannúð; kúg-
ari á borð við Stalín sem Halldór Laxness lýsti svo í Skáldatíma\
„Það verður aldrei tölum talið hvað Stalín var skrýtinn maður; -
og skemmtilegur ef öll siðferðisvandlæting er látin lönd og leið; í
rauninni ekki ólíkur einhverskonar þussa.“13 Og Halldóri tekst
8 Halldór Laxness. Skáldatími. Rvík 1963, 302.
9 Fyrir viðtökum bókarinnar er gerð grein hjá Hallberg (Hús skáldsins I, 258-
62) og Árna Sigurjónssyni (Laxness ogþjóðlífið II, 145-50).
10 Halldór Laxness. Skáldatími, 204.
11 Sama rit, 207. Sbr. túlkun Vésteins Ólasonar („Að éta óvin sinn - marxisminn
og sjálfstætt fólk.“ Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977.
Einar G. Pétursson og Jónas Kristjánsson ritstýrðu. Rvík 1977, 779-89).
12 Árni Sigurjónsson („Bjartur og sveitasælan." Andvari nýr flokkur 28 (1986),
85-98, 93-94) telur að Bjartur teljist hetja vegna tryggðar sinnar við vondan
málstað. Sbr. einnig Vésteinn Ólason. „Halldór Laxness og íslensk hetjudýrk-
un.“ Halldórsstefna 12.-14. júní 1992. Rvík 1993, 37-40.
13 Halldór Laxness. Skáldatími, 288.