Skírnir - 01.09.1996, Page 87
SKÍRNIR
HINN BLINDI SJÁANDI
333
að láta lesendur fá samúð með þessum þussa Sjálfstœðs fólks eins
og hann ætlaði sér.14 Þar vegur þyngst Asta Sóllilja sem dregur
fram mennskuna í þussanum, finnur mjúka blettinn á hálsi hans.
Hún minnir á dóttur Stalíns sem var eftirlæti hans en hann
flæmdi að lokum frá sér, eins og Bjartur Ástu.15 Sá er reginmunur
á þeim félögum að Stalín iðnvæddi Sovétríkin og gerði að heims-
veldi á kostnað velferðar þegna sinna en Bjartur bíður skipbrot
og sá vekur samúð sem er sjálfum sér verstur. I grunninn eru þó
Bjartur í Sjálfstœðu fólki og Stalín í Skáldatíma sama persónan,
fólkið í Sumarhúsum þegnar Stalíns.
Omurleg örlög Sumarhúsafólksins er rauður þráður Sjálfstæðs
fólks. Rósa, Finna og Helgi gera hvert sína misheppnuðu tilraun
til uppreisnar gegn Bjarti og gjalda fyrir með lífinu. Hallbera
gamla hefur aðra aðferð, er ósnortin af Bjarti og þar með óbuguð.
Hún er ein með á nótunum, þvert á það sem haldið er að lesend-
um. Þegar Bjartur staðhæfir að þau á heiðinni séu sjálfstætt fólk
ryðst hún inn í orðræðuna: „Það er einsog yfirvaldið segir: Þetta
er ekki manneskjutilvera“ (183). Sjálfstæði Bjarts er blekking,
hokur og hungur staðreynd. Það veit Hallbera og hefur hægt og
hljótt áhrif á gang mála:
Gamla konan tók prjóna sína ofanaf hillunni, og sagði um leið upphátt
innanúr miðri sögu:
Baulaðu nú, baulaðu nú, Búkolla mín, ef þú ert nokkursstaðar á lífi.
Ha? sagði Bjartur önulega af rúmi sínu.
14 Peter Hallberg (Hús skáldsins I, 223) hefur greint frá að á uppkasti sögunnar
hafi skáldið gert þessa athugasemd: „Gera alt fólkið geðugra". Aðdáun ís-
lenskra lesenda á Bjarti stafar trúlega einkum af því að í honum birtist hömlu-
laus sú sjálfstæðisþrá sem lifir bæld í okkur öllum.
15 Eins og Bjartur átti Stalín tvær konur og var talinn bera ábyrgð á dauða a.m.k.
annarrar. Eldri sonur hans dó í fangabúðum Þjóðverja og þótti Stalín hafa
sýnt honum fádæma kulda (eins og Bjartur Helga), hinn varð drykkjusjúkur.
Dóttirin, Svetlana, var eftirlæti Stalíns en milli þeirra varð að lokum einnig fátt
vegna ástarmála hennar. Hliðstæðurnar eru himinhrópandi og þó að hliðstæð-
urnar í fjölskyldumálum séu tilviljun eru líkindi harðstjóranna það ekki. Þrátt
fyrir þau er Bjartur ekki byggður á Stalín því að Halldór Laxness hafði enn
ekki séð gegnum hann þegar Sjálfstætt fólk er rituð. Stalín hefur vart gert Bjart
að fyrirmynd heldur þó að lýsing skáldsins á Stalín í Skáldatíma minni á Bjart
(enda um báða fjallað þar). Líkindi þeirra stafa ekki af rittengslum heldur sýna
þau næmi skáldsins á eðli kúgara og harðstjóra.