Skírnir - 01.09.1996, Page 88
334
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina, tautaði gamla kon-
an niðrí prjónana án útskýringar. Þetta voru einsog frostbrestir í þögn-
inni. (188)
Nú er von á kúnni og Hallbera ögrar harðstjóranum sem krefst
þess að heimilisfólkið tali og þegi í sama tón; hin spraka bakrödd
Hallberu rýfur samsæriskennda þögnina eins og „frostbrestir“.
Þessi innskot Hallberu halda áfram og smám saman er vakin
meiri athygli á þeim. Helgi áttar sig á að amman geti veitt aukinn
skilning á lífinu:
[...] þegar eitthvað kemur fyrir þá segir hún amma ævinlega já það veit
ég, eða hún segir það er sosum ekki bitið úr nálinni, það var hér slæðing-
ur í morgun. Henni er alveg sama hvað kemur fyrir. Henni þykir aldrei
gaman og aldrei leiðinlegt. Manstu hvað hún gerði þegar hún mamma
var dáin og hún Sóla var búin að breiða yfir líkið? Hún kysti líkið og
sagði: O ekki spyr ég að því [...] það er afþví hún skilur alt. Hún veit alt í
jörðu og á. Manstu þá ekki eftir óða manninum í óveðurssálminum,
hvernig hann fór í dýrin? Sá sem skilur hana ömmu skilur alt. (298)
Hallbera veit alltaf hvað er að gerast. Þegar „rottugangurinn"
hefst hnussar hún: „Ekki veit ég nema enn eigi að fara að murka
úr einhverju lífið“ (299) og afhjúpar sjálfstæðishetjuna. Bjartur er
aðeins vesall morðingi sem hefur drepið af sér tvær konur, kú og
kálf. Hann á ekkert svar við þessum mannlega rottugangi sem er í
raun örvæntingarfull uppreisn Helga, sonar hans, sem vegur að
kindum Bjarts, kjarna lífssýnar hans. Ráðleysi harðstjórans í
þessari raun er svo algjört að hann íhugar jafnvel að leita hjálpar
farlama tengdamóður sinnar: „Sálmar, hugsaði hann, átti hann
kanski að biðja Hallberu gömlu að staulast híngað og fara með
sálm?“ (308) Bjartur er að bugast en gamla konan heldur ró sinni.
Harkan er skjól Hallberu í vondum heimi.16 Aftur á móti
virðist hún ein sögupersóna laus við að blekkja sjálfa sig. Þegar
átökin vegna þessarar uppreisnar Helga eru mest spyr hreppstjór-
inn hana ráða og hún svarar:
16 Sbr. orð skáldsins um móður sína, að hún hafi verið „með öllu laus við tilfinn-
íngasemi, líklega af því hvað hún var mikil tilfinníngamanneskja“ (7 túninu
heima. Rvík 1975, 99).