Skírnir - 01.09.1996, Page 89
SKÍRNIR
HINN BLINDI SJÁANDI
335
Einsog hreppstjórinn veit, þá bjuggum við Þórarinn heitinn í fjeritigi ár í
Urðarseli, og þar kom aldrei neitt fyrir í öll þessi ár. Okkar nábúar þar í
heiðinni, það voru góðir nábúar. En hér er einsog ávalt þurfi eitthvað að
vera að koma fyrir. Ekki það ég meini að annað komi fyrir en hvað for-
sjónin vill (328)
Viðburðirnir í Sumarhúsum eru ekki einangraðir heldur rökrétt
afleiðing af lífslygi Bjarts bónda og engin von að þeim linni. Af-
staða Hallberu er að taka einfaldlega því sem gerist:
ég hef aldrei lagt það í vana minn að búast við neinu sérstöku, ekki
einusinni þá ég var ýngri [...]. Og ef það er skaparans vilji að leggja þenn-
an bæ í eyði fyrir fult og fast, þá er það sosum ekki annað en hvað allir
hafa búist við, það vita allir hverskonar kot þetta er (329-30)
Skilja má afstöðu Hallberu sem argasta afturhald. En Hallbera
horfir á heiminn eins og hann er, trúir ekki á þann draum að kot-
bændur á heiði séu sjálfstætt fólk. Hún er ekki framfarasinnuð en
raunsæi hennar er vænlegra til að láta gott af sér leiða en sú strúts-
afstaða sem tengdasonur hennar hefur tamið sér.
I seinasta þætti sögunnar sést Hallbera sjaldnar en heldur
áfram að hrófla við lögboðinni merkingu atburðanna. Um tíma
virðist draumur Bjarts rætast en aftan af sviði heyrist rödd sem
neitar að trúa:
hún hélt því enn fram, að ævinlega hefði verið óblessun yfir þessu koti,
það ætti eftir að koma fram fyr eða síðar, þeir sanna það sem lifa, hann
Kólumkilli hefur skjaldan gert endaslept við þá sem lafað hafa á þessu
koti. (421)
Hallbera fellur ekki fyrir sjónhverfingum. í sögulok trúir þessi
trúkona ekki á upprisu Astu Sóllilju eða upprisuna yfirhöfuð
(522) og ástæða er til að ætla að hún hafi á réttu að standa, Asta
spýtir blóði og að lokum stendur amman yfir henni: „Já, tuldraði
hún, ekki spyr ég að því. Okyst á ég liðinn ennþá“ (525). Fram að
þessu hafa hugboð Hallberu reynst rétt. Með spádómi sínum
rænir hún söguna þeim farsæla endi sem lesendur þrá. Á þann
hátt er hún óþæg bakrödd í sögunni sem syngur á skjön við aðal-
söngvarann svo að söngur hans verður falskur. Söngurinn um
hinn sjálfstæða landnámsmann hreinlega fer út af laginu. Hallbera