Skírnir - 01.09.1996, Page 90
336
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
á sinn þátt í að skemma listræna blekkingu þeirrar sögu sem
Bjartur lifir, breytir Gróðri jarðar í Sjálfstœtt fólk. Þegar ævintýr-
inu lýkur stendur eftir þversagnakenndur raunveruleiki.
I þessari sögu um misskilning á lífinu og þjóðfélaginu er
gamla konan frá Urðarseli óvæntur fulltrúi frelsis og sannleika,
frjáls undan Bjarti og sjálfsblekkingu hans. Sú blekking er svart-
hvít en kötturinn dregst að „hinu gráa“ í Hallberu. Öfugt við
Bjart er hún óheil, ekki jafn föst í sínum pápískublandaða rétt-
trúnaði og Bjartur í sinni kreddu, jafn þversagnakennd og hann er
hreinn og beinn, nykruð eins og latneski sálmurinn sem hún
syngur með íslenskum innskotum (176). Bjart dreymir um sjálf-
stæði, þráir að búa börnum sínum betri kjör, vill að þau verði
sjálfstæðir stórbændur eins og Útirauðsmýrarfólkið. En í ósveigj-
anleikanum fórnar hann því sem hann vildi gera gagn, fjölskyldan
ferst fyrir drauminn um betri framtíð. Jafnvel því sem barist var
fyrir er fórnað. Bjartur er tröll, sjálfstæðisþrá mannsins óblönd-
uð, banvæn eins og hreinn spíri, fulltrúi hins hömlulausa og
óhefta sem er andstætt „hinu gráa“.17 Barátta Bjarts er hliðstæð
sovétkommúnisma Stalíns þar sem frelsi og velferð þegnanna var
fórnað í nafni fullkomins frelsi og velferðar síðar, afstaða Hall-
beru hliðstæð velferðarþjóðfélaginu sem holdgervist í kúnni sem
tryggir að enginn svelti. Þannig kom afstaða Halldórs Laxness til
kúgunar í nafni draumsýnar fram löngu fyrir daga Skáldatíma. í
Sjálfstæðu fólki er falin forspá, lýsing hans á Bjarti er rökréttur
undanfari lýsingarinnar á Stalín í Skáldatíma.
Bjartur er í senn fulltrúi afbökunar sósíalismans í Sovétríkjum
Stalíns og óheftrar einstaklingshyggju. Draumsýn Bjarts er mið-
uð við hann einan, hann ræður og anar í opinn dauðann með fjöl-
skylduna í eftirdragi án þess að spyrja aðra. Þó að Bjartur sé um-
kringdur fjölskyldunni er hann einn því að hann getur ekki sett
sig í annarra spor, skortir samlíðun. Hann þarfnast þó þátttak-
enda eða tilraunardýra í æðisgenginni sjálfstæðisleit. Svo virðist
sem því skilningslausari sem menn eru á aðra, því erfiðara eigi
17 Þessar hugmyndir um tröll eru fengnar frá Davíð Erlingssyni sem þó ber ekki
ábyrgð á þeim í þessu samhengi.