Skírnir - 01.09.1996, Page 94
DAVÍÐ ERLINGSSON
Fótaleysi göngumanns
Atlaga til ráðningar á frumþáttum táknmáls
í sögu af Hrólfi Sturlaugssyni. - Asamt formála.
ÍSLENZK fræði eru þannig á sig komin í héraði þjóðmenningar
sinnar að lesendur rita sem leitast við að setja fram vísindalega
hugsun, t. d. um fornar bókmenntir, gera það tilkall án umhugs-
unar og sjálfkrafa að höfundar þeirra, rannsakendur fari ekki að
brölta utanbrautar við hinn almenna veruleika í fræðunum án
þess að kynna kirfilega, hvað þeir ætlist fyrir, og hvað sé því til
málsvarnar að vera að fara út úr götu eftir því. I þróun fræði-
greina verður þörfin á takmörkun sífellt til þrengingar sjónar-
geirans, sem nauðsynlegt er að vinna gegn, víkka götuna og búa
til hjástíga ýmiss konar til þess að komast að fleiru um þann
„hinn almenna veruleika í fræðunum“ sem hér var nefndur.
Nauðsynlegt er að hugsa um það kirfilega, að sá veruleiki er
tvennur: annars vegar (a) sá sem rannsóknin beinist að því að
finna, rannsaka, lýsa og skilgreina, og hins vegar (b) sá veruleiki
sem býr í hugmyndaheimi og mæli rannsakenda og umhverfis
þeirra. Sú hugvísindagrein sem vanrækir b mun óhjákvæmilega
gera það á kostnað a, hins eiginlega rannsóknarefnis. En varðandi
bæði a og b er þörf á (sífelldri) viðleitni til brautarvíkkunar, án
þess að vitundar ögn slakni á kröfu og eftirgangsmunum varðandi
áreiðanleika og hald í því sem fundið hefur verið.
Hér verður sett fram upphaf eða frumdrög tillögu til táknlegr-
ar túlkunar á því þema í djúpgerð sem ég ætla að aðalpersónurnar
báðar í lygisögunni Göngu-Hrólfs sögu, Hrólfur og Ingigerður,
beri. Það þema ætla ég að sé almennt ferli mannlegs persónu-
þroska. Þessar athuganir mínar krefjast alls ekki langs máls, né
stórs mola úr þjóðarauði til birtingar, en líklegt er að sumum les-
endum gæti orðið gagn að því til skilnings á samhengi hlutanna,
að gegnt yrði hinu almenna tilkalli til gangvegarins, með því að
Skírnir, 170. ár (haust 1996)