Skírnir - 01.09.1996, Page 95
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
341
búa þá svolítið undir að verða leiddir út af alfaraleið grjótharða
raunveruleikaskilningsins. Þeir sem ekki hafa neitt í þennan for-
mála að sækja geta snúið sér beint að athuguninni á eftir, og er þá
vonandi ekki miklu spillt, þótt aðfararorðin verði nokkuð löng,
hlutfallslega séð.
Skáldum og spekingum á síðmiðöldum hefði einnig virzt sú
raunhyggja, sem nú er almennt grunnviðhorf, vera utanvið allt
sem til mála ætti að koma og óskiljanleg án fyrirhafnar eða for-
mála.
Lesanda til fjörgunar og leiðbeiningar skal nefna hér nokkra efnisþætti
fyrirfram, til ábendingar um að hér verður komið að mikilvægum efnum
í afstöðu okkar til sagna; í formálahlutanum:
Allt vitað er þýðing - Hlutverk skáldskapar er þekking, markmið
hans sannleikur - Grein er upphaf merkingar - Saga stjórnast af endi sín-
um - Saga gerir mann - Það heimslega sem vitnisbirting þess andlega -
Góð og gagnleg lygi.
I síðari hlutanum, túlkunar-atlögunni, skal meðal annarra efnisþátta bent á:
Að leggja vantrú frá sér til að hafa not af sögu - Umræða um tal í
fígúru - Andleg merking fótaleysis - Hálstak á heimsásnum - Duldar
vísanir í nöfnum.
I. hluti
Um sannleiksleit og sannleiksgerð
og táknmál í gömlum sagnaskáldskap.
I púkk undir götu sem verði traustur farvegur fyrir framsetningu
fræðilegrar athugunar, og hver sem vill gangi um til þess að
athuga hana, virðist nauðsynlegt að leggja það, að allt sem við
vitum á nokkurn veginn (með)vitaðan hátt er þýðing, í merking-
unni túlkun, því að öll kenning, í merkingunni skynjun, verður
að fara leið þýðingar í okkur sjálfum til þess að verða (það sem
við köllum) skiljanleg og geta síðan orðið okkur að gagni sem
þekking (þekkingarforði í þágu þekkingarsköpunar síðan).
Skynjun sem orðin er vituð er þar með líka orðin þýðing á ein-
hverju í heiminum, og: við komumst víst aldrei nær raunveruleik-
anum en þetta. Sama hvað vísindin heita og hversu góð og merki-
leg þau eru, við erum ekki beintengd við raunveruleikann. Allt
vitað er því þýðing.