Skírnir - 01.09.1996, Síða 96
342
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
í annan stað er það undirstaða undir skilning á veru, hlutverki
og gildi máls og málmennta, og þar með bókmennta, að „saga
gerir mann“, þar sem orðið saga er í upphaflegri, víðastri merk-
ingu sinni. Það er rétt og vitanlegt í þeim skilningi, að maður
verður sú persóna sem hann er í samfélagi sínu úr því andlega
byggingarefni, til sjálfs og sjálfsmyndar og heimsmyndar í samlíf-
vænum tengslum, sem hann fær í sögu og þar með töldu öðru
máli ekki-mállegu (í myndum, tónum o.s.frv.) sem hér getur átt
hlut að. Mikilvægar eru fylgisetningarnar báðar, sem hér að falla.
Fyrst sú, að maður, í skilningi skynigæddrar og mælandi féiags-
veru, verður ekki til úr neinu öðru efni en þessu - í andlegum
skilningi. En síðan hin, að saga gerir ekki annað en þetta, gegnir
ekki öðru hlutverki, þótt hún beiti síðan ýmiss konar inntaki í
sögumælinu þegar hún er að gegna því. Það er mikilvægt þegar
hugsað er til munnmælafrásagna eða bóksagna, að þótt þær kynni
sig sjálfar sem fróðleik eða jafnvel nákvæma sannsögu (eins og
sagnfræði), þá er hið eiginlega ætlunarverk og gildi aldrei þetta,
heldur eingöngu það að „gera mann“ - og er vitanlega ekki lítið
fyrir því. Það að inntak sögu er lífsnauðsynlega af liðnum tíma,
liðnum atburðum og athöfnum, sprettur vitanlega af því að þekk-
ing á fortíðar veru er undirbúningur þess ókomna, liður í um-
þreifingum mannsins sífelldum óþreytandi til þess að reyna að
eignast tilfinningu um að þekking sín á umheimi-og-sér sé traust:
eftirsókn eftir öryggi. Og af því að maður getur sjálfur ekki verið
neitt greinilegt án samanburðar við aðra menn og þeirra sögu. Þá
fyrst greinast andstæðurnar, mismunur verður til, en upphafs-
staður merkingar er einmitt grein. Fyrr verður ekki saga.
Þegar því talað er um raunsæi eða nákvæmni og sagnfræðileg-
an sannleika, t. d., í einhverjum greinum bókmennta, getur ekki
verið vit í að skilja það þannig, að verið sé að fullyrða um þetta
sem höfuðtilgang textanna. Þegar textar leitast við að segja ná-
kvæmlega rétt frá einhverjum ytri raunveruleika, þá er auðvitað
ekki hægt að neita því að þeir eigi sér slíkan tilgang. En hann er
þó samt aðeins undirskipað markmið. Líkt og heppileg gerð og
lögun verkfæra til verks og vel gerðir partar í eitthvert mannvirki
eru áfanga-árangur sem stuðlar að því að yfirskipaða markmiðinu
verði náð, þá gera slíkir þættir frásagna að vísu sitt gagn. En yfir-