Skírnir - 01.09.1996, Side 98
344
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
hlítandi fullnustu þegar að upphafi síns verka. Fyrirvara verður
þó að hafa þegar talað er um þær „báðar“, því að lengi framan af
var hugmyndarskepnan aðeins ein, að því er gleggst verður til
séð, nefnilega sannleikur. En raunveruleiki (eða veruleiki í þeirri
merkingu) verður ekki í menningu Vesturlanda rakinn lengra aft-
ur í aldir en til þess fræðimanns sem ritaði á latínu re-al-is (hlut-
leg-ur) og til afleidda hugtaksins sem úr því komst á bækur re-al-
itas, raunveruleiki, lagður sem merking í hlutveruna og ofan á
það orð: hlut-leg-leiki. Aður hefur sú hugmynd væntanlega orðið
að láta sér nægja íbúð inni í og ásamt sannleikanum. En ætla má
að það hafi verið þörf mannlegrar hugsunar sem kallað hafi á sér-
stakt orð til að hafa um hlutlega, líkamlega, efnislega þáttinn í
sannleikanum.
Flestum er síðan ætlandi sá fróðleikur að geta gert sér nokkra
grein fyrir miklu, og máske feiknarlegu, gengi þessa merkingar-
þáttar og sérhugtaks á öldum endurreisnar og uppstyttu
{Aufklárung, Enlightenment) og síðan, sem leitt hefur fram til
þess að efnisveruleikahugmyndin er að mjög verulegu leyti kom-
in í stað og hásæti sannleika og guðs í hugsunarhætti Vestur-
landabúa, sem er á þessari öld orðinn ríkjandi mjög víða um
veröld mannanna. Það er mjög mikilvægt að hafa rýnið skyn á
þessum útúrklofningi, þó að ekki væri til annars en að komast
með hugsun sinni framhjá honum, t. d. að öðrum hliðum sann-
leikans en efnislegum þegar maður vill átta sig á orðmenntum
eldri tíma, eða á hverjum þeim málvirkjum hverra sköpun hefur
ekki lent undir fargi raunhyggju þessarar aldar.
I þessu sambandi má vel líta til íslenzkra miðaldabókmennta
og hugsa t.d. um þann púnkt í ritaðri sem talaðri orðræðu Einars
Ólafs Sveinssonar prófessors um íslendingasögur þegar hann tal-
aði um hið heiða raunsæi (e.þ.u.l.) þeirra. Þá verður að gæta sín
fyrir því að láta þessu með neinum varasömum hætti slá saman
við hugmyndir um raunhyggju aldar okkar sjálfra. En það er
hægara sagt en þess verði gætt. Raunsæi, sem kallað er, í skáld-
skap síðustu aldar er eitthvað annað en hjá þeim mönnum sem
voru að nota sannar skáldsagnir og skáldaðar sannsagnir um,
yfirleitt, raunsögulegar persónur sem höfðu verið uppi á þá löngu
liðnum og rómantískt séðum tíma, sem efni handa 13. aldar