Skírnir - 01.09.1996, Side 99
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
345
afkomendum þeirra að vinna sér úr sjálfsmynd og heimsmynd og
þar með siðferði, og höfðu enga ástæðu til að hika við að telja það
sem varð til við endursögn þeirra sjálfra á sagnaefninu, með ífyll-
ingum og viðbótum stundum - og því eiginlega með skáldskap
við túlkun efnis og samsetningu sögumyndar - vera jafngildan
sannleika og fornleifðu sagnirnar, frumefnið. Niðurstaða þessa
samruna var sannleikurinn, svo orðinn blátt áfram sem frásögnin
fæddi hann og flutti, þetta sannleiksleitartæki og sannleiksgerðar-
skepna. Hér gilti það eins og ævinlega í skálduðum sögum, að
krafan um sennileika er rík, andstætt skýrslu um raunveruleika
sem þolir að segja hann eftir því sem orð geta náð til, hve ósenni-
legur sem hann er, af því að hann er sannur. Þar er hægt að segja
frá því sem gæti ekki hafa átt sér stað, af því að það hefur átt sér
stað. Islendingasögum lætur vel að látast að þessu leyti, segja
menn stundum, eða tala um „raunveruleikablekkingu" (líklega úr
dönsku, virkelighedsbedrag e.þ.u.l.) og eru a.m.k. stundum að
hugsa um blekkinguna sem viljandi verk einhvers, nefnilega höf-
unda slíkra frásagna. En þetta er ekki rétt, enginn var að starfa
viljandi að því að blekkja neinn, og sögurnar voru ekki að látast.
Þær voru aðeins að leyfa sannleikanum að verða til eins og sann-
leikur vill í lifandi sögu í heimi lifandi sögusagnar. Þetta er ekki
nein mannleg upp-gerning, heldur eins konar hlýðni og merking-
arsköpun í eigin þörf samkvæmt lögmáli lífsins, án þess að nokk-
ur sögumanns- eða rithöfundarpersóna sé að rembast við að
skrökva upp góðri sögu. Það er þessi látlausa verðandi sem mestu
hefur valdið um að sögurnar urðu þannig, að þær hafa löngum
verið taldar dagsanna. Og, með fullri virðingu fyrir sögumönnum
sem höfundum sagna að meira leyti eða minna, samkvæmt hugs-
unarhætti nútímans, hljótum við samt að viðurkenna að það
mundi hafa verið óhugsandi fyrir þá sögumenn sjálfa að fara að
hugsa um sig sem höfunda, þ.e. upphafsmenn, þess sem í eðli sínu
var leit að sannleika og aðstoð við hann til þess að hann mætti
birtast og verða áheyrnarreynsla okkar.
Þessi hugsun um hlutverk og verðandi tekur vel á móti sum-
um þeim skynsamlegum hugmyndum sem helzt gætir í fræðum
síðustu áratugi. Sannleiksgerð er í eðli sínu alls ekki nein and-
stæða skáldskapar. Oðru nær: skáldskapur er í eðli sínu sann-