Skírnir - 01.09.1996, Page 100
346
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
leiksgerð. Maðurinn - gæddur máli sem skáldskapur er eðlisþátt-
ur í, eða öðruvísi sagt: skáldskapurinn - tók sér stöðu við sagna-
leifðina í brotum og spottum og sagði frá og úr urðu heillegar
sögur sem svöluðu og skiptu lífsins máli fyrir fólk í samtíðinni.
Svo virðist sem þetta hafi orðið með ágætustum árangri ekki allt
of löngu síðar en óskráð forn fræði voru enn til í lifandi sögu-
sögn, og menn voru enn að læra að neyta penna og ritfells í þágu
sannleiksgerðar sem í eðli sínu var enn á munnlegu stigi.
Af öllu þessu má vera skiljanlegt, hve hugmyndir um raun-
veruleikann í sögum eru varasamar. Glöggir drættir í uppteiknun
söguheims með orðum segja manni ekki: raunverulegur sannleik-
ur. Saga sem hjá sögumanni sínum leitar þess sannleika sem áheyr-
endur hans þurfa að fá í andlega þörf sína og leyfir þeim að sjá
sjálfa sig í þeim sem voru í héraðinu fyrir þrjúhundruð árum og í
þeim sögnum sem þaðan af höfðu borizt, þetta eru alls ekki að-
stæður sem útiloka eiginlega neitt það sem skáldskap mætti efla og
samhæfilegt væri ásamt með frumefnunum. Um margt gæti verið
að ræða: stílbrögð, skáldskaparbrögð lærð, beitingu yfirfæringar
(á önnur merkingarsvið, metafóru), tákna (symból) og jafnvel
dullyklun merkinga, í þeim mæli að hægt væri að tala um aðferð
launsögu (allegorísk tök), í þágu framsetningar á og athugunar á
vandaefnunum í dýpri lögum merkingarsköpunar í frásögu.
Við hljótum að harma það, hve athugun málmennta fyrri tíma
hefur nú lengi, sakir rígbindingar hugsunar okkar aldar við hug-
myndirnar um raunveruleika og raunheiminn, átt tregt um að
beina sér að öðrum þáttum lífs og hugsunar, sem textar binda
einnig í sér. Einkum hefur þetta verið og er bagalegt sökum þess
hve mikið af skáldskap og spekimálum frá miðöldum - og raunar
bæði fyrr og síðar - einkennist einkum af allt annarri afstöðu;
nefnilega afstöðu þeirrar sannleiksleitar sem tileinkaði raunheim-
inum einkum það gildi að vera birting og vitni allsherjarsamheng-
is sem væri andlegs eðlis. Einstaka hluti þurfti þá að skilja „inn“
frá stöðu þeirra og merkingu í heildarsamhenginu (menn með
heila heimsmynd hugsa með hana að forsendu, skilja annað „inn“
frá henni), í stað þess að einbeita sér að einstöku hlutunum og
reyna að draga ályktanir um heild einhverja ef til vill „út“ frá
þeim (hugsun manna sem ekki eiga heila heimsmynd, aðeins brot