Skírnir - 01.09.1996, Qupperneq 101
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
347
ósamstæð, og oftast langt í land til vitneskju sem leyfði að halda
að maður vissi neitt um heimsheildina). Raunheimurinn var í
slíku andrúmi og hugarfari ekki ákaflega áhugaverður í sjálfum
sér, hann var raunveruleiki með það gildi helzt að vera, máske,
vitnisbirting æðra eða jafnvel hins æðsta sannleika, sem var auð-
vitað það sem öllu máli skipti. Það leiðir af þessu að allt hið ytra,
raunheimur, náttúra var lesið sem ávitlar, tákn um sannleikann.
Það er eðlilegt að bókmenntir slíkra tíma yrðu dálítið dulmæltar,
geirnegldar merkjum og táknum sem eru lyklar sem vísa til merk-
ingar á öðru skynjunarsviði en þeir vísa beint til. Yfirfæring á
önnur svið er það sem koma þarf til, til þess að opna okkur leið
til skilnings bókmenntaverka, ef þau eru þessa eðlis.
Ef slíkt sem hér hefur verið minnzt á gæti átt við um sögur
sem færa fólki sannsagnir, eins og Islendingasögur, hversu miklu
fremur mundi það þá ekki eiga við um öðruvísi sögur, þær sem
færa fólki lognar sagnir, en ganga þó vitanlega, eins og allar sög-
ur, hvað sem þær færa fólki, fram í tilgangi sannleiksleitar og
sannleiksgerðar? Vitanlega hlýtur svo að vera. I því sambandi er
ástæða til að staldra við hugtakið lygisaga um verulega grein bók-
mennta, höfuðbókmenntategund á síðmiðöldum og síðan. Olíkt
orðunum fornaldarsögur (Norðurlanda) og Islendingasögur
(í þeirri tegundarafmörkun sem orðið er nú haft, en er ekki göm-
ul) er orðið lygisögur gamalt, sbr. tilvitnunina í ummæli Sverris
konungs um, að slíkar sögur þættu sér skemmtilegastar. Þetta orð
merkir blátt áfram hugarmyndaðar sögur, hugarburðarsögur,
sögur sem ekki hafa tekið upp í sig neitt af því sem heitið gæti
raunverulegt nema máske almenna landafræði heimsins og eitt-
hvað af aukapersónum. Einhvern veginn gefa slíkar sögur af sér
merki til áheyrenda um að almenn raunveruleikaviðmiðun eigi nú
ekki við, jafnvel þótt ekki séu formálar, sbr. hér á eftir. Því taki
nú áheyrendur við á annan hátt en t.d. við íslendingasögum.
Hinn frjálsari hugarburður mun hafa gegnt þörfum þeirra öðrum
eða öðruvísi en sú endurgerð sannsögu sem Islendingasögur
voru. A mismunandi gagn manna er æ að ætlast um mismunandi
tegundir orðmennta, enda þótt við kunnum varla nákvæm skil á
því. Mörgum fræðimönnum á þessari öld sem ritað hafa um
flokkun sagna frá miðöldum hefur virzt orðið lygisaga ótækt eða