Skírnir - 01.09.1996, Page 102
348
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
óæskilegt sem tegundarmark - ýmist sakir fordæmingar sem í því
fælist, eða sumum þykir það greinimark að eitthvað sé uppspuni
(skrök, lygi) ekki vera nógu merkilegt (?). Stundum er ekki alveg
ljóst hvernig menn eru að hugsa. Auðvitað má ekki ætlast til að
fáein heiti fáeinna hugmynda leysi allan vanda flokkunar á mál-
menntafyrirbærum og margvíslegum rituðum textum. Göngu-
Hrólfs saga er t.d. bæði fornaldarsaga (Norðurlanda, skv. mörk-
unum báðum: forn öld og norðlæg lönd), lygisaga (hugarburður),
og með almennri evrópskri viðmiðun má hún heita rómansa. Eitt
merkiorð á eina sögu er mjög oft ekki nóg til flokkunar, og það
verður að hafa það. Það er viti firrt að leggjast gegn merkiorði
sem segir það mikilvæga greinimark að fyrirbærið er hugarmynd-
un - á sér ekki stoð né stað í raunveruleika beint, en vitanlega
óbeint sem sannleiksleit og sannleiksgerð eigi að síður - aðeins
vegna óþægilegrar aukamerkingar orðsins í nútímanum. Því að
meginástæða þeirra fræðimanna sem hafa viljað losna við þetta
flokksheiti er sú skakkleitni sem stafar af því að hugsa aðeins út
frá sínum eigin tíma. Auk þess að merkja þá lygi manns við ann-
an, sem gat verið fjarska ljót siðferðilega einnig í fornöld, gat
orðið lygi nefnilega einnig vísað til fyrirburðarins og blekkingar-
innar, þeirra sem ekki áttu sér neinn geranda og gátu verið fögur
mál sem blikuðu á himni ímyndunarinnar eða draumsins. Á þessa
hlið segir orðið þá fyrst og fremst: eitthvað óraunverulegt, óraun-
verulegur fyrirburður. Betra orð en lygisaga mun torfundið. í
stykkinu hér á eftir verður ögn reynt að skyggnast eftir því, hvað
búið gæti í hugmyndum góðrar og sjálfsagt gagnlegrar lygi
Göngu-Hrólfs sögu.
II. hluti
Vil og dul Hrólfs Sturlaugssonar
Inn í 25. kafla Göngu-Hrólfs sögu (hér er nú notazt við textann í
endurútg. Guðna Jónssonar og Bjarna Vilhjálmssonar, Fornald-
arsögur Norðurlanda, II. bindi (1944), bls. 418) er skotið formála-
stykki sem verðskuldar frægð, nákvæmlega í þann stað og tíma-
punkt söguframvindu þar sem afhöggnir fætur eru aftur komnir