Skírnir - 01.09.1996, Page 104
350
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
þess að segja okkur að við eigum að skilja efni sögunnar þarna í
kring á þennan hátt, sem tákn, þ.e. sem mál talað í fígúru, án þess
að láta það skella alveg beint í tönnum okkar.
Fótalaus maður getur ekki gengið. Hann er ófær. Hann stenzt
ekki. Við skulum ekki gleyma að maðurinn er kallaður Göngu-
Hrólfur af því að hann var ekki hestbær „allan dag, og var hann
því jafnan á göngu“. Hann missir því stórum meira af veru sinni
við fótamissinn en hver maður annarra hestbærra í samfélagi
hestríðenda. Sá háttur Hrólfs að fara langferðir gangandi er líka
með vissum, en mjög ákvarðandi hætti undirstaða þess að hlut-
verkaskiptin sem illmennið Vilhjálmur neyðir hann til verða
framkvæmanlegri en ella mundu. Því að höfðingi ríður en þjónn
hans gengur, og Hrólfur var á göngu hvort eð var, á leið sinni til
Garðaríkis í þeirri för sem í undraævintýri samsvarast af annars-
heimsför eða nokkurs konar annarsheimsför til að sækja hnossið
sem gæða mun mannheiminn því heilindi sem hann skortir.
Hnossið er Ingigerður Hreggviðardóttir konungs.
Vilhjálmur er sá sem fæturna heggur af Hrólfi, sofandi í næt-
urstað í laufskála sem hann hefur gert sér og Ingigerði konungs-
dóttur á leiðinni með hana til Þorgnýs jarls á Jótlandi eins og
hann hafði lofað. Hann hefur lagt sverð milli sín og Ingigerðar á
þessum ferðarnóttum. Með þessu verki rænir nú líka Vilhjálmur
aftur hlutverki af Hrólfi með því að gerast sá sem færir Þorgný
gamla konuna, en Hrólfur liggur eftir. Hestinum Dulcifal tekst
síðar að ná honum upp í söðul á baki sér og fara með hann til
byggða, skila honum heim til Bjarnar ráðherra á Jótlandi, þar sem
Hrólfi tekst síðan að ná því hálstaki á Möndli dverg, að hann
leysir sig með því að lofa að græða á hann fæturna, - enda veit
Möndull hvar fæturna er að finna: í vörzlu Ingigerðar, sem hefur
fengið frest brúðkaups síns við Þorgný, grátið yfir fótunum, og
auk þess haldið að þeim lífgrösum.
Fótaskerðingin er unnin á afar rómantísku leiksviði: í laufskál-
anum þar sem þau liggja, hetjan og kóngsdóttirin, engum ætluð af
sögunni til fyllingar lífsins nema hvort öðru, en nú með sverðið
milli sín, á leiðinni til þess að Ingigerður megi verða afhent, sam-
kvæmt skuldbindingu hetjunnar við þjóðhöfðingjann á Jótlandi,
skuldbindingu sem er þó að upphafi sprottin af viðleitni Ingi-