Skírnir - 01.09.1996, Side 105
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
351
gerðar sjálfrar til að útvega sér kappa til lausnar í neyð. Það er
hér, í þessum fjarskalega rómantísku, en um leið fjarska hart
skuldbundnu aðstæðum, sem hetjan verður nú ófær, stolin fótum.
Þegar eitthvað er sagt „í fígúru" með því að leggja það sem
merkingu inn í annað mál eða orð en það sem liggur beint við
sem „rétt“ heiti þess eða kenning, þá erum við að tala um tákn af
því tagi sem er, eða sem við látum orka sem, symból, þ.e. sem þau
sam-skot eða þann sam-skell sem verður þegar orð og myndir
eru látin merkja á öðru verusviði en þau gera jafnaðarlega og
„rétt“-lega. í stað rétts heitis eða réttrar kenningar (orðið er hér
haft í hinni víðari merkingu þess) er þá í symbólskri merkingar-
sköpun beitt því sem nefna má órétta kenningu (eða heiti) af því
að hún skynjast eiga heimkynni á öðru sviði verunnar. Eitt hið
algengasta af þessu tagi er það einmitt, þegar markanir (kenningar
í víðu merkingunni) af líkamlegu og efnislegu sviði eru teknar til
þess að tákna efni hins andlega sviðs (fyrirbæri sálarlífsins), ekki
sízt þau sem eru eða hallast til að verða þannig heilög, að rétt-
nefnisbann (tabú) leggst á þau.
Fótum stolna hetjan Ffrólfur hefur æ fram að þessu verið með
nokkrum hætti ófullorðinn, vanþroska og klaufalegur, þrátt fyrir
og í hetjuskap sínum. Er ekki einboðið að fara að bendingu sögu-
manns Göngu-Hrólfs sögu og skilja fótalát göngugarpsins í
fígúru? Andleg merking þess hlýtur að vera andleg farlömun,
geðrænir erfiðleikar sem gera hann vanheilan og ófæran til þess
að hugsa og vera og hafast að eins og manneskja. Slík veilindi eru
skiljanleg í ljósi þeirra innri átaka, sem aðstæðurnar við fóthöggið
benda okkur á. Um hlýtur að vera að ræða ofsaharða viljabælingu
ástar eða ásthneigðar. Ingigerður, sem hann er farinn að elska,
liggur við hlið hans í laufskálanum - en sverðið á milli, og fylling
skuldbindingarinnar við Þorgný allsráðandi og yfirsett markmið í
huga Hrólfs. Ekki furða að eitthvað verði að manninum, þegar
hann tekur á viljakrafti sínum stríðum og öllum til þess að láta
ekkert verða að.
Það var eins og áður sagði misindismaðurinn Vilhjálmur, sem
hafði höggvið eða sniðið fæturna af Hrólfi, eftir að hafa stungið
hann svefnþorni áður. Með því nær hann til sín hlutverki Hrólfs
öðru sinni í sögunni. Um leið og við hugleiðum nafn hans í ljósi