Skírnir - 01.09.1996, Síða 106
352
DAVlÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
þess sem áður sagði, sjáum við, að á þessum stað muni hann vera
persónugervingur hinnar hörðu viljabeitingar Hrólfs sjálfs, eins
og ráða má af orðstofnunum báðum í nafni hans: vil-hjálmur.
Hjálmur er höfuðfat til harðræðis, en líka hörð verja höfuðsins.
Vil mun hljóta að vera vitaður vilji, sem undan yfirborði og
vitundarmörkum stjórnast að mikilsverðu leyti frá yfirsjálfinu
(super-ego að hugsun Freuds, - handan vitundarmarka). Vil í
leyndargreipum yfirsjálfs leggst hér svo hart á mannlegt eðli, að
eitthvað verður undan að láta. Það sem byrjar ferli björgunarinn-
ar úr þessu veiklunarástandi er persónugert sem hinn frábæri
hestur. Við sjáum að hann heitir Dúlcífal (eða Dulsefal). Sem
hestsnafn er þetta að vissu leyti greinilega meðvitað tilbrigði við
nafnið á hesti Alexanders mikla, Bucephalus (bu-cephalus = naut-
höfði). Ut frá því er okkur nú sjálfboðið að hugsa: dul-cephalus.
Það er þá komin hugmyndin dul(ar)-höfði eða -höfuð. Dul varð-
ar vitanlega með nokkrum hætti óvitund manns eða dulvitund,
sem oft er nefnd undir(með?)vitund, og (meðal annarra efna) í
henni er, en vill út, það hið mannlega sem bælt hefur verið niður í
hana, af því að ekki mátti til þess vita, af einhverjum sökum. Þar
er talið víst að oft sé mikið af þeim manni í manni, sem maður
hefur á einn og annan veg ákveðið að vera ekki, en er samt. Þaðan
af spretta oft vandræði. Það sem hér er bælt er m.a. ásthneigðin,
vegna þess að Hrólfur er aldyggur og alráðinn í skuldbindingu
sinni við jarlinn á Jótlandi, auk þess að vera ekki mjög langt kom-
inn í mannlegum þroska yfirleitt, sbr. áður. Þetta eru blíðumál,
og varla að efa að höfundi hafi einnig verið kunnugt annað eins
og það, að commune naufragium (est) dulce, sætt er sameiginlegt
skipbrot. Hrólfur hefur farið til Garðaríkis til þess að vinna og
sækja Ingigerði handa Þorgný jarli, en líka til þess að leysa nauð
Ingigerðar; en Ingigerður vill efalaust einnig leysa hann af hverri
nauð hans. Björgunarverk hestsins gerir sœta framtíð fal-a..
Það blasir við í þessu efni - sem er í rauninni kjarni efnis sög-
unnar allrar sem mannlegrar þroskasögu - táknmál sem við höf-
um nú náð mikilvægum þráðarenda út úr þeim vef og getum farið
að eignast miklu auðugri skilning á sögunni en hingað til.
Hér má minnast orða skálds, að vil og dul tæli virða sonu. I
þeim má skynja svipaða afstöðu og í fornri speki, eins og Háva-