Skírnir - 01.09.1996, Page 107
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
353
mála, þar sem bæði vil og dul mundu hljóta að teljast varasamar
manni og álítast í því neikvæða ljósi. Það er vitanlega sístætt og
rétt. Svo langt sem það nær. En í Göngu-Hrólfs sögu er dul ekki
sjálfsblekkingin, heldur óvitundin (dulvitundin); kúgun yfirsjálfs-
ins á henni getur valdið óbætanlegu andlegu heilsutjóni. Að þessu
leyti virðist skilningur þess sem sagt er í fígúru þarna í Göngu-
Hrólfs sögu vera í samræmi við almennan skilning, sem ef til vill
er „réttur". Hann er að minnsta kosti skilningur aldar okkar
sjálfra, að S. Freud og C. G. Jung og öllum þeim um garðinn
gengnum. I ævi Hrólfs varð sú mennska sem spratt úr dul (dul-
vitundinni) til bjargar þegar hjálmur hins harða yfirsjálfs var um
það bil að eyðileggja geðheilsu hans. I því viðfangi er það einnig
að segja um þessar persónur, hestinn undursamlega og Vilhjálm,
að þeir eru báðir útúrklofningar úr persónu hetjunnar. Vitanlega.
Og sem slíkir eru þeir áburðarskepnur, sem sé vættir til að vera
farartæki fyrir áðurnefndar eigindir hans sjálfs, til þess að hægt sé
að fjalla um þær í rannsakandi frásögu (þeir eru metafórur og
persónugervingar áðurnefndra eiginleika).
Með ábendingu sinni til okkar í miðjum kafla 25 hefur höf-
undur eða sögumaður Göngu-Hrólfs sögu í rauninni sýnt okkur,
að honum voru kunn og sjálfsögð þau frásagnarvísindi sem ekki
hafa komizt til vegs í rannsóknum þjóðsagna meðal þjóðsagna-
fræðinga fyrr en á síðustu árum, seint á tuttugustu öld. Hann
sýnir með þessu reyndar að þeir menn ýmsir hafi verið á réttri
leið sem fara vildu táknlestrarleið að slíkum sögum, en nemendur
íslenzka skólans í rannsóknum íslenzkra fornsagna eru varla farn-
ir að ganga slíka götu enn, enda hefur á þeim bæ varla verið borin
virðing fyrir miklu öðru en hugmyndum um heldur þröngskilinn
veruleika, sem leið hans inn í sögurnar var varla vandamál, og því
ekki heldur athugunarefni. Þetta er sagt hér, endurtekið (sbr. I.
hluta) aðeins til þess að skýra að nokkru, hvernig á því gæti stað-
ið, að enginn virðist fyrr hafa orðið við tilmælum sögumannsins
að reyna nú að skilja textann rétt með því að lesa hann eins og
mæltur var: í fígúru.
Að lokum má ekki gleyma lækninum, sem kemur hér við sög-
una og græddi aftur fæturna við stúfana á Hrólfi, og tók þrjá daga
ágræðslan. Það var Möndull Pattason dvergur. Hann er djöfullegs