Skírnir - 01.09.1996, Side 109
SKÍRNIR
FÓTALEYSI GÖNGUMANNS
355
manns, væntanlega sögð í hvert sinn hverjum manni honum til
menningar sem er vitanlega einnig skemmtun. Honum verður
gott af. Að lifa í sögunumningunni (frá sér numinn um stund og
endurteknar stundir) býr hann æ undir það að lifa og halda áfram
því lífi sem í heiminum er. Enda þótt hann skilji líklega sjaldnast
merkinguna á sér sjálfvitaðan hátt, hljótum við samt að trúa því
að hann hafi eigi að síður numið veruleika sögunnar inn í veru
sína, og að söguveruleikinn orki þar sem þroska- og heilsulyf,
þótt þekking okkar nái varla til allra þátta þess ferlis.
Því fer vitanlega fjarri, að með þessu hafi verið boðinn eða
boðaður táknlegur skilningur á sögunni allri, enda ræddi sögu-
maðurinn aðeins um ,suma hluti' í því viðfangi. En á það skal eigi
að síður bent um hina aðalpersónuna í sögunni, Ingigerði, sem
kom öllum atburðum sögukjarnans af stað með gullhárinu sínu,
að í nöfnum og manneðli föður hennar og höfuðandstæðinga
hans og hennar virðist einnig hugsanlegt eða líklegt að um sams-
konar táknanir sé að ræða og þær sem hér voru sýndar. Hregg-
viður bæði hljómar og merkir víst hörð mannvera, og illviðris-
eða vopnaskaksmaður. Þegar til ofsóknarmanna þeirra feðgina er
litið, eru þeir einkennilega sláandi fimmund. Foringi þeirra og sá
sem ætlar sér Ingigerði og ríkið er Eiríkur, sem vitanlega heitir
hér frekar Eirekur - gæfuríkur orðinn gæfu-burt-rekandi. Þetta
nafn má líklega skilja hér út frá merkingu hans fyrir Ingigerði. Að
hann er ennfremur ,gestreki‘ (frá Gestrekalandi) bendir okkur þá
líka. Gæfa Ingigerðar veltur á því að hún finni mann, gest, til
hólms við einn þeirra kappanna (Sörkvi) sér til lausnar, og til
manns handa sjálfri sér í Garðaríki frelsuðu. Höfuðkappar Eireks
fjórir eru tvö pör (eru það útlimapörin?): Sörkvir og Brynjúlfur
annars vegar, en Þórður Hléseyjarskalli og Grímur ægir fóstur-
bróðir hans hins vegar. Þeir fyrrnefndu eru nánari Eireki og í
meginatriðum mennskir, þótt mikil illmenni séu, en hinir tveir
eru nánast djöfullegir, demónískir. í fornri spekihugsun er fimm
heildarmynd og heildartala mannsins, og virðist sennilegt, að hér
sé um slíka samstæðu að ræða, enda þótt hér sé ekki færi á að út-
skýra þessa hugsun á bak við söguna. Aðeins skal bent á líkindin
sem á því mættu vera, að sögumaður sé hér að tala um eitthvað í
ætt við karl-„skugga“ Ingigerðar (hugtak C. G. Jungs, en sbr.