Skírnir - 01.09.1996, Page 110
356
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
e.t.v. einnig animus) þannig samsettan í samstirni óvina, ekki
ótrúlega úr þeim eigindum karleðlis í Ingigerði eða hugmyndum
hennar, sem henni væri nauðsyn að ráða við, geta verið til með,
áður en hún gæti orðið almennilega heill maður með sínu per-
sónueðli og einnig kvenmannshlutverki. Að svo komnu er þetta
ekki annað en frum-framkast handa framtíðinni til að athuga og
sjá betur, víðara og dýpra. Hvað sem um þetta er, á Hrólfur með
Möndul Pattason með sér, og ýmsa fleiri, fyrir sér að sigra þessa
fimmund ofbeldismanna. I því ljósi er ekki furða þótt Ingigerður
gráti ofan yfir afhöggna fætur Hrólfs og leggi lífgrös við, því að
hún á sjálf allt undir því að hann standist.
Göngu-Hrólfs saga er tveggja hetja saga, samloka úr sögu
Ingigerðar og sögu Hrólfs, og staðurinn, sem höfundurinn gaf
okkur olnbogaskotið til að fara að gaumgæfa og skyggnast um
frá, er einmitt snertistaður beggja sagnanna og úrslitapunktur sem
samför persónanna beggja framvegis veltur á, af eða á, og vitan-
lega hlýtur sú samför að vera háð persónuþroskanum. Þau Ingi-
gerður og Hrólfur eru beinlínis heilindis-hnossið hvort í sögu
hins. Það er þetta sem gerir umræddan stað svo mikilvægan til
skilnings á andlegu inntaki sögunnar í heild, að ætla má að það
hafi verið þess vegna sem okkur var gefin bendingin. Var full þörf
á því, nú undir lok aldar, þegar raunhyggjan, raunvísindahyggjan
er svo lengi búin að vera að þrengja „hinn almenna veruleika í
fræðunum“ með eindreginni tignun efnishugmyndar á kostnað
anda.
Á jólaföstu 1995