Skírnir - 01.09.1996, Page 112
358
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
Segja má að búið sé að kanna til fulls hvaða efnisþætti og
minni Wagner hafi notað í Niflungahring sínum. I Sagenge-
schichtliche Grundlagen der Ringdichtung Richard Wagners (Sög-
urnar sem heimild Niflungahrings Richards Wagner, Berlín /
Charlottenburg 1902) eftir Wolfgang Golther er greint ítarlega
frá sambandi heimilda og skáldskapar Wagners þó að nokkuð
skorti á yfirsýn; Golther byggir þar líka að einhverju leyti á hug-
myndum um norrænar bókmenntir sem ekki standast lengur auk
þess sem hann tekur ekki nægjanlegt tillit til raunverulegrar
þekkingar Wagners á goð- og hetjusögum. Gríðarmikið hefur
verið skrifað um það hvernig Wagner ummyndaði ýmsar arfsagn-
ir sem oft voru ósamkynja, og lagaði þær að verki sínu. Samt er
það svo að margar nýlegar rannsóknir á meðhöndlun hans á þess-
um efniviði eru meingallaðar enda virðist skorta nokkuð á skiln-
ing á norrænu heimildunum. Þá hefur mönnum láðst að hafa í
huga að þær textaútgáfur, sem Wagner studdist við, segja einar og
sér ekki alla söguna. Loks er þess að geta að fræðimenn - jafnvel
þeir sem hafa fengist við goðsagnarannsóknir í anda formgerðar-
stefnu eða stunda „póststrúktúralíska goðsagnagreiningu“2 - falla
í þá gryfju að umgangast goðafræði á rómantískan hátt og styðj-
ast ekki við ákveðna texta, heldur hugmyndir um einhvers konar
goðsögulegan, óumbreytanlegan og hreinan kjarna.
I viðtökusögu norrænna bókmennta í Þýskalandi hefur með-
ferð frumtextanna einmitt skipt afar miklu máli enda eru þýskar
útgáfur á eddutextum sundurleitar, og túlkunin margvísleg. Sann-
ast sagna hafa hugmyndasögulegar forsendur fyrir því hvernig
Wagner meðtók goðsögurnar annaðhvort verið sniðgengnar - oft
jafnframt því sem listamaðurinn er upphafinn og gerður að
náttúrusnillingi3 - eða að menn hafa einskorðað sig við almennar
2 Dagmar Ingenschay-Goch: Richard Wagners neu erfundener Mythos. Zur
Rezeption und Reproduktion des germanischen Mythos in seinen Operntexten.
Bonn 1982 (Abhandlungen zur Kunst-, Musik- und Literaturwissenschaft;
bindi 311), bls. 9.
3 Herbert Huber skrifar í inngangi verks síns um Hringinm „Það er guðsandinn
sjálfur sem veitir skáldinu andagift þó að andinn geti misst tærleika sinn í
hverfulleika hins mannlega skálds. Mikinn skáldskap er ekki unnt að skýra
heimspekilega eða sálfræðilega, heldur aðeins með andagift" (Richard Wagner,
Der Ring des Nibelungen: Nach seinem mythologischen, theologischen und