Skírnir - 01.09.1996, Page 113
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUNG
359
hugmyndir rómantíkurinnar um goðsagnir án þess að þær séu
tengdar Wagner og heimildum hans.* * * 4 Nær er auðvitað að gefa
gaum að því goðsagnaefni sem háð er sögu og raunveruleika, í
þessu tilviki frumtextaútgáfum, þýðingum, umritunum og þeim
textafræðilegu rannsóknum á íslenskum bókmenntum sem goð-
sagnahugmyndir Wagners byggjast á. Nýleg rannsókn Elizabeth-
ar Magee, Richard Wagner and the Nihelungs (Oxford 1990),
skilur sig að vísu frá öðrum slíkum því að þar er leitast við að
rýna í þá texta sem gera má ráð fyrir að Wagner hafi þekkt. Auk
verkanna í bókasafni Wagners frá viðkomandi tímaskeiði,5 athug-
ar Magee bókalán hans úr konunglega bókasafninu í Dresden allt
þar til tónskáldið flýði frá Saxlandi til Zúrich árið 1849 eftir upp-
reisnina í Dresden. Athuganir hennar leiða greinilega í ljós hve
óréttmæt sú ásökun er sem enn heyrist í garð bókmenntafræða að
rannsóknir á heimildum taki alla töfra frá listaverkinu og stuðli
auk þess ekki að því að skilningur manna á því dýpki.6 Með tilliti
til Hringsins verður einmitt greinilegt hversu mjög heilsteypt
listaverk er háð öðrum verkum, einnig vísindalegum, og tengist
þeirri hefð sem það mótast í.
II
Haustið 1848, þegar Wagner skrifaði verkið Nibelungenmythus.
Als Entwurf zu einem Drama (Niflungagoðsögn. Uppkast að
leikverki) undir miklum áhrifum frá Völsunga sögu og lagði þar
með grundvöllinn að Hring-fjórleiknum, höfðu menn í Þýska-
landi verið að reyna að tileinka sér, ummynda og túlka miðalda-
bókmenntir norðursins, einkum Islands, í heila öld.7 Þessi þróun,
philosophischen Gehalt Vers fiir Vers erkldrt. Weinheim 1988, bls. xi). Huber
skírskotar oft til verka sem Wagner hefur tæpast haft kynni af, t.d. íslendinga-
sagnanna sem hann hefur í besta falli þekkt í knappri endursögn Peters
Erasmus Miiller í Sagaenbibliothek.
4 Þannig nefnir Ingenschay-Goch (í kafla sem ber heitið „Der Mythosbegriff
der Romantik") engan þeirra fræðimanna sem áhrif höfðu á hugmyndir
Wagners. Sbr. nmgr. 2.
5 Sbr. Curt von Westernhagen: Richard Wagners Dresdner Bibliothek 1842-
1849. Neue Dokumente zur Geschichte seines Schaffens. Wiesbaden 1966.
6 Sbr. „andagiftar“-kenningu Hubers (nmgr. 3).
7 Allt frá því seint á 17. öld höfðu reyndar einhverjir guðfræðingar verið að
kynna sér norræna „heiðni“, en lesendahópur þeirra var þröngur.