Skírnir - 01.09.1996, Page 115
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUN G
361
eða norrænan hins vegar sömu augum. Þannig sá Klopstock
(1724-1803) í keltum „forna Þjóðverja".9 Þar af leiðandi var hið
skáldlega og tilfinningaþrungna myndsvið Ossíansljóðanna,
þokudrungað heiðaland og dimmleitar klettaborgir, yfirfært á
norrænan skáldskap sem ekki var mjög myndrænn í landfræði-
legu tilliti. Myndveröld Shakespeares, sem Þjóðverjar voru nýlega
farnir að dásama, orkaði einnig á þá mynd sem þeir gerðu sér af
norrænni fortíð og jók á geðhrifin. Því er það að goða- og hetju-
harmleikur Wagners fer fram í ósnortinni og upprunalegri nátt-
úru; umhverfið er „villt“ með „nótt, stormi, þrumum og elding-
um“, eins og kveðið er á um í upphafi þriðja þáttar Siegfrieds;
slíka sviðsetningu er vart að finna í fornnorrænum bókmenntum,
en hún samsvarar vel anda Ossíansljóðanna. Bókmenntir 18. ald-
ar ganga að vísu ekki lengra en að láta náttúruna vera spegil sálar-
innar, tilfinningaveröld; hjá Wagner verður náttúran hins vegar
mjög mikilvægur þáttur og mótar dramatíska framrás verksins.10
Sú breyting á sér rætur í nýjum skilningi á náttúruhugtakinu í
rómantíkinni: það sem áður var náttúrunni framandi reynir róm-
antíkin að gera að órjúfanlegum hluta hennar.
Þýsk-danski rithöfundurinn Heinrich Wilhelm von Gersten-
berg (1737-1823) er lykilmaður í því að tengja norrænan skáld-
skap valdi tilfinninganna. I Gedicht eines Skalden (Ljóð forn-
skálds, 1766) vísar hann í fyrsta sinn í fjölmörg nöfn og minni úr
Eddunni, og í Briefen iiber Merkwiirdigkeiten der Literatur (Bréf
um stórfengleik bókmenntanna) skýrir hann m.a. mikilvægustu
bragarhætti forníslensks skáldskapar. Michael Denis, jesúítaprest-
ur frá Vínarborg, semur undir nafninu „Sined der Barde" (Hetju-
söngvarinn Sined) fjölda Ijóða þar sem germönsk-keltnesk fortíð
er lofsungin sem gullöld hetjuanda og óspillts tilfinninganæmis. I
fjórða bindi Sineds und Ossians Lieder (Vínarborg 1784) vinnur
hann einnig úr efniviði fornnorræns skáldskapar. Þannig yrkir
hann Völuspá upp („Die Lehren der Vola“) og Baldurs drauma
9 Sbr. Richard Batka: „Altnordische Stoffe und Studien in Deutschland" í
Euphorion. Zeitschrift fiir Literaturgeschichte. 6. bindi. 1899, bls. 67-83.
10 Carl Dahlhaus: Wagners Konzeption des musikalischen Dramas. Miinchen
1990, bls. 32.