Skírnir - 01.09.1996, Page 116
362
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
en einnig Hákonarmál („Hakons Leichengesang“) og Höfuð-
lausn („Egills Lösegesang“) sem Gerstenberg hafði þegar þýtt.11
Greinilegt er að Denis notfærir sér ljóðlist „óspillts mannfélags“
fornnorrænna bókmennta sem andsvar gegn staðnaðri lýrik 18.
aldar.12 Þannig segir hann í inngangi Völuspárútgáfu sinnar:
„Hljómur hinna gömlu daga er mér kærari en vorlundur sem
ómar af næturgalasöng."13 Uwe Ebel hefur bent á að þess stór-
fengleika sem Denis segir birtast í norrænum bókmenntum sjái
ekki stað í hans eigin verkum. Denis aðlagar efnið tilgerðarsmekk
samtíðar sinnar, og segir Ebel réttilega að þar með geri hann lítið
úr norrænum skáldskap.14 Atjánda öldin hreifst af framandi hlut-
um en sögulegur áhugi var lítill:
[...] þetta tímabil hafði ekki sögulega vitund í þeim nútímaskilningi að
vilja rígbinda einstaklinga og veruleika við rúm og tíma. Þvert á móti gat
höfundur búist við lofi samtíðar sinnar ef hann umbreytti efniviði sínum
og sveigði hann markvisst og róttækt að smekk síns tíma.15
Á leiksviði gátu norrænar hetjur og guðir birst með parruk eða í
draumórakenndum búningum í gömlum anda, en slíkt mátti m.a.
sjá í Kaupmannahöfn.16
Lýsandi dæmi um meðhöndlun 18. aldar á fornnorrænum
bókmenntum er að finna í einu fyrsta þýska verkinu sem ber
edduheitið í titli,17 riti Jacobs Schimmelmanns, Islándische Edda.
11 Egils saga birtist ekki í heild í þýskri þýðingu fyrr en rúmlega hundrað árum
síðar. Die Geschichte des Skalden Egil Skallagrimsson. Ein germanisches
Dichterleben aus dem zehnten Jahrhunderte. Þýð. Ferdinand Khull. Vínar-
borg 1888.
12 Michael Denis: „Vorbericht von der alten vaterlándischen Dichtkunst" í
Ossians und Sineds Lieder. 4. bindi. Vínarborg 1784, bls. xliv.
13 Ossians und Sineds Lieder, bls. 6.
14 Uwe Ebel: „Studien zur Rezeption der ’Edda' in der Neuzeit" í Literaturwis-
senschaftliches Jahrbuch. N.F., 14. bindi, 1973, bls. 123-82, sjá einkum bls. 149.
15 Otto Springer: Die nordische Renaissance in Skandinavien. Stuttgart, Berlín
1936, bls. 29.
16 Sbr. Jöran Mjöberg: Drömmen om sagatiden. Första delen: Áterblick pd den
nordiska romantiken frdn 1700-tallets mitt till nygöticismen (omkr. 1865).
Stokkhólmur 1967, bls. 19.
17 Næstum allar þýðingar eddutexta langt fram á 19. öld byggjast á útgáfum
Peters Resen (Petrus Johannes Resenius: Philosophia antiquissima Norwego-