Skírnir - 01.09.1996, Side 117
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUNG
363
Das ist: Die geheime Gottes-Lehre der altesten Hyperborder, der
Norder, Veneten, Gethen, Gothen, Vandaler, der Gallier, der
Britten, der Skoten, der Sueven, kurz des ganzen alten Kaltiens,
oder des Europaeischen Skythiens (Islensk Edda, það er hin
leynda goðafræði fornra Norður-Evrópubúa, norrænna manna,
Vinda, Gauta, Gota, Vandala, Galla, Breta, Skota, í stuttu máli
Kaltíu hinnar fornu eða hinnar evrópsku Skýþíu, Stettin 1777).
Höfundurinn færir eigin samtíð til heiðins tíma á íslandi. Þannig
verður Snorri Sturluson að upplýstum þjóðhöfðingja18 sem sá til
þess að edduhandritum yrði bjargað undan hrammi katólsku
kirkjunnar. Eddurannsóknir Schimmelmanns miða að því að
sýna fram á að hinn hlutlausi Guð hafi elskað forfeður okkar eins
mikið og gyðinga og því fari lærdómur Biblíunnar og Eddunnar
saman.19 Schimmelmann kemur kerfi á eddutextana (hjá honum
eru Völuspá og Gylfaginning fremst í flokki) og segir þá norrænt
tilbrigði við spádómsbækur gamla testamentisins. En það sé fyrst
þegar búið sé að frelsa þá undan göllum heiðninnar og setja þá í
trúarlegt samhengi að þeir öðlist gildi sitt.
Á þessum fyrstu tímum fornnorrænna bókmennta í Þýska-
landi voru þær notaðar í þágu þjóðernishyggju og föðurlandsást-
ar. Denis fullyrti að aðalinntak dróttkvæðanna væru hetjudáðir
þjóðar.20 Klopstock setti í ljóðum sínum „germönsk“21 goðanöfn
í stað þeirra grísk-rómversku. Á tíma sundrungar vonuðust menn
til að finna þjóðlegan einingaranda í verkum sem áttu sér rætur í
germanskri fornöld; en einnig skyldi með þessum nýuppgötvuðu
textum styrkja menningarlega sjálfsvitund Þjóðverja gagnvart
rómverska menningarsvæðinu. Þetta hélt áfram að skipta höfuð-
máli alla 19. öldina, þrátt fyrir breytingar í sögulegu og hug-
myndafræðilegu tilliti.
Danica dicta Woluspa qvae est pars Edda Saemundi, Edda Snorronis non
brevis antiqvoris, Islandice et Latine publica juris prima facta. Kaupmanna-
höfn 1665. - Sami: Edda Islandorum an. Chr. MCCXV islandice, danice et
latine. Kaupmannahöfn 1665.
18 Schimmelmann, Edda, bls. 2.
19 Sama rit, bls. 33.
20 Denis, „Vorbericht", bls. xxxvii.
21 Sbr. ljóðið „An meine Freunde“, sem eftir „germönsku áhrifin" fékk titilinn
„Wingolf“. Sjá Springer: Nordische Renaissance, bls. 18 o.áfr.