Skírnir - 01.09.1996, Page 118
364
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
III
A tíma forrómantíkur varð þó mikilvæg breyting á þeirri mynd
sem menn gerðu sér af norrænni hefð; þetta gerðist með þýðing-
um og þó einkum fræðilegum ritum Johanns Gottfried Herder
(1744-1803).22 Herder metur „skáldskap villtra þjóða“ ekki út frá
sjónarmiði tilfinningasemi eins og Denis gerði, heldur sem hluta
hugmyndakerfis þar sem skáldskapurinn og þau geðhrif sem
honum fylgja fá að njóta sín. Jafnframt sé ástæðulaust að ætla sér
að skilja allt sem í textanum stendur. Þetta sést í Völuspárþýð-
ingu Herders en þar forðast hann að flokka efnið og skipta í jafn-
langar vísur eða yrkja viðbótarvísur til nánari skýringar eins og
Denis gerði.23 Þess í stað reynir hann að láta þýðinguna halda upp-
runalegum svip frumtextans,24 móta hana eftir lögmáli sögu-
ljóðsins.25 Fyrri þýðendur litu á Völuspá sem einhvers konar
hátíðarljóð völvunnar26 eða lokaðan leyndardóm prestaklíku;
Herder þýðir hana eins og „þjóðkvæði“ og lítur á hana sem arf
frá þeim tíma þegar fólk skynjaði veröldina á skáldlegan hátt og
milliliðalaust. Með þessu mati á fortíðinni og bókmenntum henn-
ar skapar Herder mikilvægar forsendur fyrir þeim kenningum
rómantíkurinnar um goða- og hetjusagnir sem aftur mótuðu
skilning Wagners og endursköpun hans á sama efni.
22 Sbr. t.d. Otto Oberholzer: „Herders Úbersetzungen aus dem Nordischen" í
Nerthus. Nordisch-deutsche Beitrage. 2. bindi. Dusseldorf, Köln 1969, bls. 94-
116. Fredrik Paasche: „Herder og den norrone digtning." Maal og Minne 2.
1910, bls. 121-38.
23 Johann Gottfried Herder: Volkslieder. Úbertragungen. Dichtungen. Gefið út
af Ulrich Gaier (verk í tíu bindum, 3. bindi). Frankfurt/ M. 1990, bls. 350-59.
24 Sbr. nmgr. 18. Hjá Schimmelmann, Schútze, Denis og einnig Herder er fyrst
og fremst um þýðingar úr latínu að ræða. Schimmelmann verður það á að
segja Snorra Sturluson þýðanda Gylfaginningar en ekki höfund. „Mjög ein-
kennilega, [...] átakanlega kristilega og greinilega ranglega“ hafi Snorri þýtt
„Gylfaginnig“ með „Gylvi illusio, Hari mendacium“. Schimmelmann segir í
framhaldi af því: „Um er að ræða opinberun Hárs við Vandala" (Schimmel-
mann, Edda, bls. 103).
25 Ebel, Studien, bls. 162.
26 Völuspárþýðing Schimmelmanns ber titilinn „Das sybillinische Karmen die
Voluspáh genannt, so eine poetische Weissagung von dem Anfang der Welt
bis zu ihrem Untergange".