Skírnir - 01.09.1996, Page 119
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUN G
365
Eins og vikið var að hér að framan höfðu menn allt frá því
seint á 18. öld verið nokkuð sammála um að heiðin norræn
fornöld hefði verið gullöld hins frumlega, eðlilega og heilbrigða. I
menningarsögulegu verki undir titlinum Altnordisches Leben
(Fornnorrænt mannlíf, 1. útgáfa í Berlín 1856), sem varð til á
svipuðum tíma og Hringurinn, segir fræðimaðurinn Karl Wein-
hold að í þær „norrænu myndir" sem hann hafi rissað upp til að
„endurvekja sterka og karlmannlega veröld“ vanti að vísu „suð-
rænan yndisþokka og hlýju; en þær styrki menn og veiti þeim
lækningu gegn leti nútímans".27 Þó að Wagner og Weinhold hafi
haft ólíka lífsskoðun og afstaða hins fyrrnefnda til norrænnar
hefðar hafi mótast á annan hátt, þá finnur hann einnig í „mynd-
um fortíðarinnar" hina ungu og fögru manneskju í ferskleika
krafts síns.28 Munurinn á afstöðu þessara tveggja manna felst í því
að hjá Weinhold verður norræn fornöld að göfugri fyrirmynd og
andstæðu sljórrar og persónuleikalausrar nútíðar,29 en Wagner
ummyndar aftur á móti goðsagnaarfinn sjálfan þannig að í hon-
um birtist gagnrýni á félagslegt og menningarlegt ástand 19. aldar.
Verk Weinholds sem hér var nefnt tengist mjög þýskri þjóð-
ernisrómantík sem þróaði áfram hugmyndir frá 18. öld um
menningarlega og þjóðfræðilega sameiningu Þýskalands og
Skandinavíu. Johann Gottlieb Fichte (1762-1814), sem var ásamt
Schelling og Hegel mikilvægasti heimspekingur Goethe-tímabils-
ins, studdi sameiningarhugmyndina með sögulegum og málsögu-
legum rökum. I Reden an die deutsche Nation (Ræður fluttar
þýskri þjóð, 1808) skilgreindi hann sem „þýskt“ alla germanska
þjóðflokka og landsvæði sem ekki höfðu verið hluti rómverska
heimsveldisins. Þessar þjóðir væru ósnortnar af rómverskum
menningaráhrifum og kæmi það einkum fram í varðveislu hins
germanska máls. Þannig er gerður greinarmunur á þeim germön-
um sem tala staðnað mál og líflaust vegna rómverskra áhrifa - og
Þjóðverjum sem eiga sér upprunalegt og skýrt mál sem haldist
hefur í óslitnu sambandi við raunverulegt, sameiginlegt líf þessa
27 Weinhold, Altnordisches Leben, formáli (án blaðsíðutals).
28 Wagner, Mitteilung an meine Freunde. Schriften. 4. bindi, bls. 311 o.áfr.
29 Weinhold, Altnordisches Leben, formáli.