Skírnir - 01.09.1996, Page 122
368
KLAUSBÖLDL
SKÍRNIR
saga væru miklu fornlegri en hið miðháþýska Niflungaljóð sem
mjög er litað af anda riddarabókmennta.
Wagner sá í verkinu Der Held des Nordens dramatíska úr-
vinnslu íslenska Niflungaefniviðarins og skiptingu hans í marga
þætti. En þótt hann greindi sjálfur allnákvæmlega frá tilurð
Hringsins nefndi hann Fouqué hvergi á nafn. Telja verður víst að
það sé ekki vegna lítilla áhrifa Der Held des Nordens, heldur
þvert á móti vegna hins að listamaðurinn hefur viljað þegja um
heimild sem hann notaði í svo ríkum mæli.36 Föðurbróðir
Wagners, Adolf Wagner, var vinur Fouqués; í bókasafni hans,
sem Richard Wagner hafði greiðan aðgang að í æsku sinni, var
Der Held des Nordens að finna ásamt öðrum verkum Fouqués.
Adolf Wagner hafði mikil áhrif á frænda sinn og leiddi hann inn í
heim bókmenntanna, og því er mjög sennilegt að hann hafi einnig
vísað honum á verk Fouqués.
Ævisögulegar vísbendingar eru vissulega mikils virði, en meira
er þó um vert að geta fundið áhrif frá Der Held des Nordens í
texta Hringsins. Fyrsti hluti þessa leikverks Fouqués sýnir sömu
uppbyggingu þátta og Siegfried Wagners. Þegar Wagner um-
breytir sviðinu úr Völsunga sögu fylgir hann Fouqué eins og
Elizabeth Magee hefur bent á.37 Áhrif Fouqués eru reyndar
greinileg strax í Nibelungenmythus (1848), fyrsta uppkasti fjór-
leiksins sem síðar varð, þó að þar sé ekki enn búið að skipta verk-
inu í þætti og atriði. Þau koma svo einnig víða fram í fullbúinni
mynd Siegfried-textans. Þannig virðist Wagner víkja frá sögu-
þræði Völsunga sögu fyrir áhrif frá Fouqué: I sögunni fer Sigurð-
ur með gull Fáfnis með sér, hjá Wagner liggur fjársjóðurinn
óhreyfður og bræðurnir dauðir þar hjá.
36 Athyglisverða hliðstæðu má greina hjá öðrum höfundi sem einnig hafði gam-
an af að gefa upplýsingar um heimildir sínar: Thomas Mann minnist í riti sínu
Entstehung des Doktor Faustus aðeins í aukasetningu á verk Pauls Deussen,
Erinnerungen an Nietzsche, en þaðan tók hann langa kafla inn í skáldsögu
sína.
37 Magee, Wagner, bls. 67.