Skírnir - 01.09.1996, Page 123
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUN G 369
Dvel þú þar einnig,
dökki ormur,
glóandi fjársjóðar
gæt þú ásamt
rángjörnum fjanda [...].
(Siegfried II, 3)38
Sigurd hjá Fouqué fylgir reyndar norrænu fyrirmyndinni en segir
þó fyrst: „Ef til vill gerði ég rétt í því að skilja þessa ófögru og
dreyrrauðu bræður eftir ásamt fjársjóði þeirra á niðdimmri
Gnitaheiði."39 Valkyrjurnar sem bera saman bækur sínar á klett-
unum við Rín eiga ugglaust einnig rætur að rekja til Fouqués.40
IV
Rómantískar goðafræðikenningar eru þó mikilvægari en verk
Fouqués, því að þær mynda grundvöllinn að glímu Wagners við
norrænan arf. Þeir Jacob og Wilhelm Grimm, Friedrich von der
Flagen, Franz Joseph Mone og Josef Görres eru „hinar góðu og
vondu dísir sem stóðu við vöggu Niflungahringsins“,41 eins og
Herrmann Schneider komst að orði. Ef Görres er undanskilinn
eru öll þessi nöfn á lista sem Wagner sendi Franz Múller ríkis-
ráðsmanni í Weimar 9. janúar 1856. Múller hafði þá, 20 árum fyr-
ir frumsýningu Hringsins í Bayreuth, beðið Wagner um upplýs-
ingar um helstu heimildir sem hann styddist við. I svari sínu
38 Til að létta tilvitnanaleit í hinum fjölmörgu útgáfum textans verður hér á eftir
vitnað í Niflungahringinn með vísun í þætti og atriði (með rómverskum og
arabískum tölum). Þar sem vitnað er í aðra texta Wagners er stuðst við
Gesammelte Schriften und Dichtungen. 4. útg. Leipzig 1907, nema annað sé
tekið fram.
39 Fouqué, Der Held des Nordens, Berlín 1810, bls. 59.
40 Sbr. Júrgen Kúhnel: Richard Wagners ‘Ring des Nibelungen . Siegen 1991, bls.
26.
41 Herrmann Schneider: Richard Wagner und das germanische Altertum. Hér á
eftir verður vitnað í Kleinere Schriften zur germansichen Heldensage und
Literatur des Mittelalters. Berlín 1962, bls. 107-29, tilv. bls. 109.