Skírnir - 01.09.1996, Síða 124
370
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
nefndi Wagner tíu verk sem áhrif hefðu haft á sköpun hans.42 Við
eitt verkið setti Wagner orðin „mjög mikilvægt“ en það voru
Untersuchungen zur Geschichte der teutschen Heldensage eftir
Mone (Rannsóknir á þýskri hetjusögu, Leipzig og Quedlinburg
1836). Curt von Westernhagen virðist vanmeta mikilvægi þessa
verks fyrir Wagner í umfjöllun sinni um bókasafn hans.43 I
sjálfsævisögu sinni, Mein Lehen, segir Wagner að verk Mones,
sem hann las sumarið 1847, hafi beint athygli sinni að norrænum
arfi:
Eg var að reyna að ná betri tökum en áður á þýskri hetjusögu þegar ég
las aðeins ,die Nibelungen' og ,das Heldenbuch'. Þá gagntóku mig hinar
innihaldsríku ,Untersuchungen‘ eftir Mone þó að þær væru litnar horn-
auga af ströngum fræðimönnum vegna djarflegrar framsetningar. Eg
stóðst nú ekki mátið að fara að kynna mér eins vel og málakunnáttan
leyfði þau rit sem þar var vitnað til, Edduna og lausamálstexta hetjusög-
unnar. Þannig beindi Mone mér að Völsunga sögu, en hún hafði mest
áhrif á meðferð mína á þessu efni. Á löngum tíma þróaðist svo með mér
vitundin um forneskjulegan innileika þessarar gömlu sagnaveraldar, vit-
und sem gaf mér kraft til þeirrar sköpunar sem verk mín eru til vitnis
um.44
Við fyrstu sýn virðast þeir textar í Untersuchungen, sem snerta
Niflungasöguna, alls ekki skipa mikið rúm; það sem snýr að
hetjuljóðum Eddu nær aðeins yfir tíunda hluta verksins. Þar eru
fyrst og fremst afmarkaðar athugasemdir sem gera ráð fyrir þekk-
ingu á kvæðunum (um Völsunga sögu er ekki fjallað sérstaklega).
Gera má ráð fyrir að Wagner hafi í minningunni gefið
Untersuchungen svo mikið vægi af þeirri ástæðu að þar er greint
frá fyrri kenningum hinna rómantísku goð- og hetjusagnafræða,
bæði almennt í inngangi og í umfjöllun verksins sjálfs um af-
mörkuð atriði.
Hugmyndir Mones um náið samband milli hetjusögu og goð-
sögu voru komnar fram í mjög svipaðri mynd mörgum árum fyrr
hjá einum af forsprökkum Heidelberg-rómantíkurinnar, Josef
42 Otto Strobel (útg.): Richard Wagner, Skizzen und Entwiirfe zur Ring-
Dichtung. Múnchen 1930, bls. 20.
43 von Westernhagen, Wagners Dresdner Bihliothek, bls. 35.
44 Richard Wagner: Mein Lehen. Múnchen 1976, bls. 356 o.áfr.