Skírnir - 01.09.1996, Page 126
372
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
Því hafa allar mýtur mikla þýðingu fyrir söguna, þær hafa búið um sig í
sálinni og eru eins og grundvöllur sem öll síðari þróun byggist á. [...]
Þess vegna hefur allt, sem finna má í sögu einstakrar þjóðar, þegar komið
fram á táknrænan hátt í mýtu hennar.51
Þá innri mótsögn milli hugmynda um upprunalegt, algilt goð-
sögulegt kerfi annars vegar og um mýtu sem táknræna fyrirmynd
að sögu þjóðar hins vegar er aðeins hægt að leysa með dulhyggju
Görres sem í anda gnostíkurinnar lítur á söguna sem baráttu milli
ljóss og myrkurs. Nokkrum árum seinna skrifaði Franz Joseph
Mone að flestir þjóðflokkar hefðu sveigt kenninguna um upphaf
veraldarinnar að kenningu um upphaf þjóðar sinnar. Því þyrfti að
spyrja þeirrar spurningar hvort þýsku þjóðflokkarnir hafi ekki
skilið eigin sögu í samræmi við hugmyndir um trú sína, og þar af
leiðandi litið svo á að í gerðum þeirra fælist kraftbirting trúarinn-
ar.52
I greininni „Die Wibelungen. Weltgeschichte aus der Sage“
(Viflungar. Veraldarsaga úr sögu) hefur Wagner gert þessar hug-
myndir að sínum. Hann segir að frásögnin um Niflungana sé arf-
ur Frankaþjóðflokksins, en bætir við að frumupphaf þessarar
sögu sé trúar- og goðsagnalegs eðlis og endurspegli frum-
samvisku Franka.53
En víkjum nú aftur að von der Hagen því að þessar goðfræði-
og sagnfræðihugmyndir Wagners um Niflungaefniviðinn grund-
vallast mjög á skilningi hans. I bókasafni Wagners í Dresden er
eddukvæðaútgáfa von der Hagens, Lieder der alteren oder
Sámundischen Edda (Berlín 1812), en með henni urðu hetjukvæði
Eddunnar fyrst aðgengileg þýskum lesendum á frummálinu. í
inngangi er rætt um háan aldur kvæðanna og hann skýrður. Þar
segir að frumdrættir, jafnvel einstök nöfn þessarar ódauðlegu
goðsagnar, séu áreiðanlega ævagamlir og sameiginlegir hinni einu,
stóru þjóð norrænna manna og Þjóðverja, og hafi borist með
51 Sama rit, bls. 413.
52 Franz Joesph Mone: Geschichte des Heidenthums im nördlichen Europa.
Zweiter Theil: Die Religionen der siidlichen teutschen und der celtischen Völ-
ker. Leipzig / Darmstadt 1823, bls. 278.
53 Wagner, Schriften, 2. bindi, bls. 119.