Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 128
374
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
Hagen bendir á að íslenska Niflungahefðin og ekki síður hin lif-
andi færeyska hefð fléttist saman við sögu guðanna og sé hetju-
söguleg endurtekning grunnmýtunnar.59 Þessi grunnmýta sé ekk-
ert annað en dauði Baldurs hins góða, endalok allra guða í
„ragnarökkri" (Götterdámmerung): goðsögn um lífið, dauðann
og endurfæðinguna, sköpunina, endalokin og endurkomu tíma
og hluta.60
Eins og lauslega var vikið að hér að framan sér Wagner einnig
heimssögulegar hugmyndir endurspeglast í Niflungasögunni.
Þjóðarsaga Franka dregur ekki aðeins upp stílfærða mynd af per-
sónugerðum ljós- eða sólarguði, sem sigrar og fellir ófreskju
frum-næturinnar þar sem ringulreið ríkir (Sigurður fellir orm-
inn),61 heldur er gullið sem ímynd alls jarðnesks valds einnig
„jörðin sjálf með öllu því sem við lítum á sem eign okkar við sól-
arupprás og við njótum þegar nóttin, sem breiddi dimma dreka-
vængi sína yfir hina miklu fjársjóði veraldarinnar, hefur verið
rekin á brott“ (bls. 133). I Niflungahringnum var Wagner að vísu
ekki að skapa heimssögulega mýtu; hann grefst fyrir um frum-
atriði mýtunnar til að gefa þeim heimspekilega og pólitíska
skírskotun í verki sínu. Sigfried fær þannig oft á sig einkenni ljós-
guðsins; Brtinnhilde kallar hann t.d. „sigrandi ljós“ (Siegfried III,
3). I efnisþræðinum er Siegfried ennfremur tengdur Baldri þegar
dauði hans er settur í samband við „ragnarökkur".
I fyrrnefndum Untersuchungen zur Geschichte der teutschen
Heldensage eftir Franz Joseph Mone, sem Wagner minnist sér-
staklega, má enn sjá hinar rómantísku hugmyndir um samhengi
mýtu og hetjusögu. Mone segir hetjusöguna byggjast bæði á
sagnfræðilegum og goðsögulegum grunni. Sagnfræðilegu áhrifin
snerta einstakar sögulegar minningar án sögulegs samhengis.
Goðsögulegu áhrifin virðast hafa leyst upp hið sögulega sam-
hengi og lagað hinar einstöku minningar að þörfum sínum. Segja
má að líkami hetjusögunnar sé sagan, en sál hennar goðsagan.62
59 v.d. Hagen, Nibelungen, bls. 37.
60 Sama rit, bls. 37 o.áfr.
61 Wagner, Schriften, 3. bindi, bls. 131.
62 Mone, Untersuchungen, bls. 2.