Skírnir - 01.09.1996, Page 129
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUNG
375
Mone tekur undir það sjónarmið að Baldurs-mýtan sé frumsaga,
innsti merkingarkjarni Niflungasögunnar, þó að kristindómurinn
hafi þegar á miðöldum ruglað skilning manna á þessu eðli hetju-
sögunnar:
Hvernig geta menn t.d. farið fram á að Siegfried þrettándu aldar sé hrein
eftirmynd Baldurs? Persóna hans sýnir þó drætti frá Baldri og Þór og í
henni má greina samruna goðsögulegra vera alveg eins og sjá má samein-
ingu sögulegra þátta í öðrum hetjum. (bls. 3)
Að áliti Wagners var hægt að merkja í mismunandi gerðum Sieg-
fried-sagnanna þróun frá hreinni goðsögn til frásagnar sem
tengdist sagnfræði.
Saga Franka hefur þá sérstöðu að hafa, í samræmi við sérstöðu þjóð-
flokksins, þróast í átt að sögulegu lífi, en hliðstæðan vöxt trúarlegrar
mýtu í átt að sögu þjóðflokks er hvergi hægt að finna hjá öðrum þýskum
þjóðflokkum. Alveg eins og þeir drógust aftur úr í sögulegri þróun,
þannig festist einnig saga þeirra í trúarlegri mýtu (eins og einkum sést hjá
Skandinövum).63
Þegar Wagner skrifaði Wibehmgen-sögumL þar sem þessar hug-
leiðingar koma fram, var hann að velta fyrir sér að skrifa sögulegt
tónleikverk. Það var fyrst með ákvörðuninni um að skapa Nifl-
ungasöguna sem goðsögn að hann tók að einbeita sér að norræn-
um arfi.
Hér skal tekið fram að nú á dögum líta menn fremur á goð-
söguleg atriði í norrænum hetjusögum sem síðari viðbætur en
merki um háan aldur.64 Það má með öðrum orðum greina
viðleitni hjá miðaldamönnum til að gefa gömlu sagnaefni goð-
sögulegan svip.65 Þetta á einkum við um Völsunga sögu sem róm-
antíkin og Wagner litu á sem mjög gamla og upprunalega vegna
sambands Niflungasögunnar við goðsöguna (Siegfried / Sigurður
er þar afkomandi Óðins). í raun og veru er Völsunga saga ungt
verk, samið kringum 1260, þar sem höfundurinn fer álíka frjáls-
63 Wagner, Schriften, 2. bindi, bls. 131.
64 Sbr. Klaus von See: Germanische Heldensage. Stoffe, Probleme, Methoden. 2.
útg. Wiesbaden 1981. Um samband mýtu og hetjusögu, sjá einkum bls. 31-60.
65 Sama rit, bls. 35.