Skírnir - 01.09.1996, Page 130
376
KLAUSBÖLDL
SKÍRNIR
lega með efnið, einkum í fyrstu köflunum, og Wagner átti eftir að
gera 600 árum síðar.66 Hetjusaga og goðsaga tengjast í Völsunga
sögu og hjá Wagner með þeim hætti að blóðbönd eru látin vera
milli Oðins og Sigurðar; reyndar er sambandið ekki eins afger-
andi í íslenska textanum. Hjá Wagner er Oðinn faðir Sieglinde og
Siegmunds og þar með afi Siegfrieds en í Völsunga sögu á ættfaðir
Völsunga fæðingu sína að þakka töfraepli frá Óðni og Frigg.
I umsköpun sinni á Niflungaefniviðnum er Wagner semsagt
mjög háður rómantískum goð- og hetjusagnarannsóknum. Um-
mæli hans, t.d. í Wibelungen-ritgerðinni, staðfesta þetta sem og
útfærsla hans á Hringnum sjálfum. En rannsóknir Goethe-tíma-
bilsins beindust einnig að öðrum þáttum norrænna bókmennta,
t.d. goðakvæðunum í Eddu, og því gat Wagner ekki verið ósnort-
inn af kenningasmiðum fyrstu áratuga 19. aldar um þau efni.
V
Þegar Wagner hóf rannsóknir í norrænum fræðum var verk
Jacobs Grimm, Deutsche Mythologie (Þýsk goðafræði), komið út
og var önnur útgáfa þess (Göttingen 1844) í Dresdenarsafni
Wagners. I ævisögu sinni lýsir hann því hve mikil áhrif þetta
gríðarlega safn af goðfræðilegu efni hafði á hann:
Hver sem þekkir þetta innihaldsríka verk getur skilið hve mikil og
örvandi áhrif það hafði á mig. Hér fann ég úr brotabrotum horfinnar
veraldar, sem varla hefur skilið neitt áþreifanlegt eftir, furðulega bygg-
ingu sem við fyrstu sýn líktist ögrum skornu og illa grónu landi. Hver
einstök síða skildi ekkert eftir fullbúið en minnti á línu arkítektsins, og
ég var oft nálægt því að gefast upp í viðleitni minni að sjá nokkuð út úr
þessu. En ég var þó eins og heillaður af töfrum. Hin minnsta sögusögn
talaði til mín og minnti á frumheimkynni og brátt vaknaði vitund sem
fyrir löngu var horfin en ég hafði stöðugt verið að reyna að endurheimta.
I sál minni smíðaði ég veröld með fólki sem birtist mér svo óvænt að ég
gat ómögulega áttað mig á hvaðan það kom svona fullskapað og öruggt í
fasi. Sálarástandi mínu mátti líkja við fullkomna endurfæðingu, og ég
66 Sbr. Jan de Vries: Altnordische Literaturgeschichte II. Die Literatur von etwa
1150-1300. Die Spátzeit nach 1300. 2. útg. Berlín 1967, bls. 467-71.