Skírnir - 01.09.1996, Side 134
380
KLAUSBÖLDL
SKÍRNIR
henni urðu til stofnanir af ýmsu tagi. Jafnvel ritlistin var gjöf sem íbúar
norðursins mega þakka kristninni. (bls. 38)
I goðfræðitextum Eddunnar speglist því ekki heiðin trú í upphaf-
legri mynd; öllu fremur hafi „kristið og heiðið snemma blandast á
mjög furðulegan hátt í trúarskilningi norrænna þjóða“ (bls. 122).
Þannig hafi hinn nýi siður „heiðingjanna“ verið notaður til að
auðga gömlu goðatrúna. Ruhs var gagnrýndur harkalega fyrir
kenningar sínar bæði í Þýskalandi og á Norðurlöndum; á 19. öld
efuðust fræðimenn ekki um frumleika og háan aldur eddutexta,
þó að slíkt hafi stundum verið gert á þeirri átjándu.
Langflestir fræðimenn á fyrri helmingi 19. aldar trúðu því að
finna mætti í eddukvæðum öruggan vitnisburð um heiðna fortíð,
og sú afstaða mótaði hugmyndir Wagners bæði um hetjuljóðin og
goðakvæðin. Skoðanir um aldur einstakra kvæða voru að vísu
mjög skiptar. Fræðimaðurinn Ludwig Ettmuller, sem dýpkaði
mjög skilning Wagners á Eddu í upphafi sjötta áratugarins,72 taldi
Völuspá vera frá þjóðflutningatímunum,73 en Gotthilf Heinrich
von Schubert, sem skrifaði hið vinsæla verk Ansichten von der
Nachtseite der Naturwissenschaft (Skoðanir um hina dökku hlið
náttúruvísindanna), taldi Völuspá vera verk frá upphafstíma
mannsins og sýna á táknrænan hátt tilurð tungumálsins.74
72 Sbr. Wagner, Mein Leben, bls. 437. „Eddu-Muller" átti líka umtalsverðan þátt
í að Wagner sneri sér að stuðlasetningu, en þessi fræðimaður frá Zurich leit á
hana sem eðlilegt bragform germanskra þjóða. Árið 1870 lét hann frá sér í
hárri elli Siegfried-leikverk (Sigufrid - Drama in fiinf Handlungen) sem allt
var fellt í ljóðstafi.
73 Sbr. Ludwig Ettmúller: Vaulu-spá. Das álteste Denkmal germanisch-nor-
discher Sprache, nebst einigen Gedanken iiber Nordens Wissen und Glauben
und nordische Dichtkunst. Leipzig 1830, bls. xlv. Ettmúller gerði ráð fyrir að
höfundur Wessobrunnerbænar (skráð í upphafi 9. aldar) hefði þekkt Völuspá
og einnig þóttist hann sjá líkindi við hina gotnesku biblíuþýðingu Wulfila.
Það að þetta sköpunarkvæði skyldi vera álitið frá þjóðflutningatíma, sem
Niflungaefnið vísar einnig til, kann að hafa verið viðbótarréttlæting Wagners
fyrir því að tengja Niflungasöguna „ragnarökkri". Verk Ettmúllers var í Dres-
denarbókasafni Wagners.
74 Sbr. Gotthilf Heinrich von Schubert: Ansichten von der Nachtseite der Nat-
urwissenschaft. Dresden 1808, bls. 35. Þar stendur m.a.: „Þessi gamla saga
virðist boða það hvernig náttúran hefur fyrst þekkt sitt eigið eðli og gert sér
grein fyrir sjálfri sér gegnum hið lifandi orð, gegnum anda mannsins. En orð-
ið, ræðan, birtist sem æðri opinberun." Sú rómantíska kenning, sem Schubert