Skírnir - 01.09.1996, Page 135
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUN G 381
VI
Meðal þeirra höfunda sem Wagner las eru ófáir sem vilja skýra
norræna goðafræði í ljósi náttúruheimspekinnar. Að því er snertir
hetjuljóð Eddu má sjá slíka tilhneigingu hjá Görres, von der
Hagen og Mone. I hinu mikla verki, Geschichte der heidnischen
Religionen im nördlichen Europa (Saga heiðinnar trúar í Norður-
Evrópu), sem hefur að geyma stóran kafla um hetjusöguna,
bregður Mone upp mynd af „þýskri" trú þar sem greina má
megindrætti úr hermetískri hefð: „Nótt, vatn og kuldi“ voru
nefnilega að hans sögn „grundvöllur efnislegrar tilveru". Ljós og
hita sendi „dulinn guð sem aldrei birtist í sýnilegri veröld enda er
hann nafnlaus." Það að gera greinarmun á sköpunarguði og ljós-
veru sem stendur utan við alheiminn og tekur ekki beinan þátt í
sköpun og gangi veraldarinnar er kjarni gnostísks trúarlærdóms75
en hann myndar grundvöll hermetískrar hefðar ásamt öðrum
austrænum trúarbrögðum, forngrískri náttúruheimspeki og ný-
platónisma. Ahrif hins hermetíska heimssögulega kerfis á Mone
sjást í þeirri fullyrðingu hans að samkvæmt „þýskum“ trúar-
brögðum felist „allur getnaður í sameiningu ljóss og myrkurs eða
elds og vatns, sameiningu sem fengin er fram með blekkingu“.76
Eins og Ymi jötni er lýst í Gylfaginningu sem „karlkonu“ þá sé
hann tákn „hins óskipta efnis“; kýrin Auðhumla (sem í upphafi
nærir Ymi á mjólk sinni, en úr líkama hans varð jörðin til) feli
sem fyrsta kynveran í sér „hugmyndina um veraldar- eða guða-
móður“ (bls. 317). Miðgarður, bústaður manna, verði hér skurð-
punktur hins andlega og efnislega lögmáls: „Því að Miðgarður
getur aðeins staðist vegna blöndunar hins efnislega eða tröll-
kennda við hið andlega eða guðlega" (bls. 326).
Þó að ekki hafi verið sýnt fram á að Wagner hafi kynnt sér
náið þau trúarbragðafræði Goethe-tímans sem einkenndust af
aðhylltist einnig, að uppruna málsins mætti rekja til eftirlíkinga náttúruhljóða,
ummyndast á vissan hátt í hinu hljómmikla máli náttúruvætta Wagners.
75 Sbr. Kurt Rudolph: Die Gnosis. Wesen und Geschichte einer spatantiken
Religion. 2. útg. Göttingen 1980. Hugtakið „hermetískur" er leitt af Hermes
Trismegistus (hinum „þrisvar sinnum stærsta Hermes"), goðsögulegri veru
sem tengist frumupphafi náttúruspeki og talin er frumkvöðull gullgerðarlistar.
76 Mone, Heidenthum, 1. bindi, bls. 314.