Skírnir - 01.09.1996, Page 136
382
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
rannsókn á hinu táknræna og dulræna, þá hafa þessar rómantísku
tilhneigingar til að skýra heiðin trúarbrögð haft áhrif á Hringinn
og aðra texta Wagners. Þannig á samruni ljóss og gulls í Wibe-
lungen-ritgerðinni rætur að rekja til hugmynda sem tengjast her-
metískri hefð; sömuleiðis sú hugmynd að gullið sem æðsta form
efnisins leiði til glötunar þegar menn (eða guðir) nota það til að
tryggja völd sín. Þessi grundvallarhugmynd í Hringnum er í aug-
um Wagners frummerking Siegfried-mýtunnar:
Ef við nú lítum nánar á fjársjóðinn, sem svo mjög mótar Niflungasög-
una, þá sjáum við fyrst í honum málmkennd innyfli jarðarinnar og síðan
það sem gert er úr þeim: vopn, höfuðdjásn og gull. Fjársjóðurinn fól í sér
meðal til að ná völdum og tryggja þau en hann er einnig tákn um sjálft
valdið: Sú guðahetja sem vann hann fyrst og varð svo sjálf að Niflungi,
að hluta til með veldi sínu en að hluta með dauða sínum, lét kyni sínu í
arf kröfuna sem leiddi af athöfnum hans: að hefna hins fallna og vinna
fjársjóðinn aftur; þessi þrá mótar sál alls kynsins.77
Vissulega er uppbygging Niflunga-fjórleiksins of flókin og of
erfitt að átta sig á hvernig Wagner hefur notað sér ólíkar kenning-
ar og túlkunaraðferðir til að hægt sé að tala um að þetta stórvirki
hans sé dulrænn leikur í anda náttúruheimspeki. Allra síst verður
hinni mikilvægu og margræðu persónu Wotans sniðinn þröngur
kenningastakkur. Siegfried er maður aðgerða, „saklaus einfeldn-
ingur“, og, eins og Carl Dahlhaus segir, fulltrúi manns sem losar
sig úr viðjum fortíðar. Wotan er aftur á móti „endurminning
sjálfs sín“ og Hringurinn er, sem „mýta um Wotan, íhugunar-
drama [Reflexionsdrama]“ ,78 Wagner hefur þannig síður látið
stjórnast af vangaveltum rómantískra fræðimanna í sköpun sinni
á Wotan en í úrvinnslu á Niflungaefniviðnum. Sé litið á
Niflungahringinn í heild og þá einnig hugað að þeirri merkingu
77 Wagner, Schriften, 2. bindi, bls. 133. Manfred Frank hefur bent á þá texta úr
rómantíkinni þar sem finna má slíka auðvaldsgagnrýni: („Steinherz und
Geldseele. Ein Symbol im Kontext“ í Das kalte Herz. Texte der Romantik.
Manfred Frank sá um útgáfuna. Frankfurt/ M. 1978, bls. 253-387. í þessu úr-
vali er einnig prósauppkast Wagners, „Der Raub des Rheingoldes", bls. 102-
22).
78 Carl Dahlhaus: Wagners Konzeption des musikalischen Dramas. Miinchen
1990, bls. 19.