Skírnir - 01.09.1996, Page 137
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUNG
383
sem verkið fær með hljómlistinni, er hægt að taka undir með
Dahlhaus og segja að Hringurinn sé fyrst og fremst goðsögn,
harmsaga Wotans, einnig þar sem hetjusagan myndar hina sýni-
legu atburðarás. Það er mýtan um upphaf og endi veraldarinnar
sem gefur hetjusögunni styrk og merkingu þó að æ minna sjáist
af henni eftir því sem á verkið líður. Samt er hin ósýnilega nálægð
Óðins í Götterdámmerung voldugri en sýnileg nálægð hans í
Rheingold (bls. 132). Goðsöguleg atvik úr Baldurs draumum og
Vafþrúðnismálum eru ekki tekin beint upp, heldur er á þau
minnt, látið að þeim liggja og þau ígrunduð - á svipaðan hátt og
tónlist og texti eru látin vinna saman, þannig að jafnhliða at-
burðarás á sviðinu megi áhorfandinn skynja goðsöguleg atvik,
t.d. með hjálp leiðsögustefjanna. I Völuspá sjálfri eru upphaf og
endir veraldar ekki heldur leidd lesanda beint fyrir hugskotssjón-
ir heldur er goðleg vera látin ræða um þetta; í Gylfaginningu
Snorra er hin heimssögulega speki ekki sett fram sem atburðarás
heldur greint frá henni í formi samtals. Sú aðferð sem Wagner
beitir við að tengja mýtuna tónlistardrama sínu - með hugleið-
ingum, vísunum, í samtölum sem minna á og rifja upp - á sér með
öðrum orðum hliðstæðu í heimildum hans. Fræðimenn róman-
tíkurinnar veittu þessum formlega þætti margra eddutexta litla at-
hygli. Wagner hentaði hin óbeina slitrótta framsetning á mýtunni
mjög vel þegar litið er á tónverk hans í heild. Þessi samhljómur
hetju- og goðaharmleiks verður reyndar aðeins skiljanlegur þegar
haft er í huga hve tónlistin bætir miklu við atburðina á sviðinu.79
VII
Hér hefur aðeins verið rætt um kynni Wagners af norrænum
textum með tilliti til Hringsins, sem líklega er enn þann dag í dag
79 Að þessu atriði hefur ekki verið hugað nægilega vel í þeim mikla fjölda texta-
fræðirita sem skrifuð hafa verið um verk Wagners. Sú fullyrðing Dagmar Ing-
enschay-Goch að aðferðafræðileg rökfesta textagreiningar krefjist þess að
menn einskorði sig við textann (Wagners Mythos, bls. 11) stenst ekki, því að
leiðsögustefjunum, sem ekki eru síður mikilvæg fyrir atburðarásina en samtöl-
in, mætti án mikillar röskunar breyta í orð og lýsa sambandi þeirra við at-
burði.