Skírnir - 01.09.1996, Síða 138
384
KLAUSBÖLDL
SKÍRNIR
sá miðill sem stuðlar mest að kynningu eddufræðanna fornu.
Dresdenarbókasafn Wagners er ásamt ritum hans til vitnis um
mikinn áhuga hans á norrænum miðaldabókmenntum. Á árunum
milli 1840 og 1850 gerði hann textauppkast að óperu sem hann
nefndi Wieland der Schmied (Völundur smiður), en aldrei kom til
þess að hún yrði samin.80 Uppkastið hefur varðveist og er þar
fylgt efnisatriðum sögunnar eins og hún birtist í Þiðreks sögu.
Hvatinn að þessu verki var Amelungenlied Karls Simrock (fyrsti
hluti: Stuttgart og Tubingen 1843-1849), en þar eru allar germ-
anskar hetjusögur, ef undan eru skildar Niflungasögurnar, tengd-
ar saman í einu hetjuljóði. Þessi aðferð Simrocks að tengja ólík
brot kann einnig að hafa haft áhrif á hugmyndina að Hringnum.sl
Þegar fjendur Wálsunga í Walkiire (I, 2) eru kallaðir „níðinga
harður skari“82 verða áhrif Völundarsögunnar greinileg; einnig
þegar lýst er tilurð sverðsins „Nothungs" í Siegfried (I, 3).83 I
Mitteilung an meine Freunde (Tilkynning til vina minna, 1851)
tekur Wagner enn til við forsögu Völundarsögunnar (en um hana
eru ekki eldri heimildir en Þiðreks saga). Hann rekur sögu risans
Wate (Vaði í Þiðreks sögu) sem er faðir Völundar. Þrjár nornir ljá
drengnum líkamskraft, visku og „anda sem alltaf leitar að ein-
hverju nýju“. Faðir Wates afneitar þessari gjöf og sonurinn öðlast
því aldrei löngun til aðgerða og framkvæmda.
Kæmi hann að sundi, hugkvæmdist honum ekki að smíða skip til að
komast yfir það, heldur óð hann, enda langur. Því nefndi fólk hann
„Vaða“. Þetta var líf hins sterka og vitra risa Wate: hjá honum hafði föð-
urást víkings fóstrað son hinnar indælu hafmeyjar Wachhilde, og þannig
ert þú fóstruð fram á þennan dag, mín þýska þjóð!84
80 Sbr. Wagner, Schriften, 3. bindi: „‘Wieland der Schmied’ als Drama entworf-
en“, bls. 178-206.
81 Sbr. Volker Mertens: „Richard Wagner und das Mittelalter" í Richard-Wagner
-Handbuch (Ulrich Miiller og Peter Wapnewski). Stuttgart 1986, bls. 33.
82 Konungurinn Níðuður er andstæðingur Völundar, sbr. Völundarkviðu.
(í Þiðreks sögu heitir konungurinn Níðungur og smiðurinn Velent „er vær-
ingjar kalla Völund").
83 Sbr. Magee, Wagner, bls. 116 o.áfr.
84 Wagner, Schriften, 4. bindi, bls. 250 o.áfr.