Skírnir - 01.09.1996, Page 140
386
KLAUS BÖLDL
SKÍRNIR
Þeir dauðavígðu
víst mig sjá:
Hver sem mig sér
senn fer frá lífsins ljósi.
A vígvelli aðeins
ég vitja garpa:
Sá er verður mín var
í valinn skal kjörinn.
(Die Walkiire II, 4)
Valkyrjurnar í Hákonar sögu segja Hákoni að þær vitji aðeins
sigursælla kappa sem að vísu sé skapað að fara til Valhallar.88
Enn einn mikilvægur texti norrænna miðalda í bókasafni
Wagners var Danmerkursaga Saxa fróða sem samin var snemma á
13. öld.89 En latína Saxa var hið mesta torf, og Elizabeth Magee
sýnir fram á að Wagner hefur varla verið fær um að lesa hana sér
til gagns.90
Eyjan í norðri vakti áhuga þýskra rómantíkera sem griðland
germanskrar menningarhefðar, þ.e. „þeirra eigin“ hefðar, sem
dáin var út á sjálfu meginlandinu. I vinsælli kynningu á norrænni
goðafræði frá árinu 1837 er mikilvægi íslands fyrir varðveislu
germanskrar hefðar lýst svo:
Rétt eins og mikill þjóðhöfðingi dregur sig í hlé eftir langan stjórnmála-
feril til að skrifa sögu sína, þannig kaus hinn norræni andi sér Island sem
hvíldarstað þegar hann fann endalok sinna heiðnu daga nálgast, til að
skrifa minningar sínar í ró og makindum. Island var byggt, ekki til að
þar yrði skapað eitthvað nýtt, heldur til að hið gamla í siðum, trú, lögum
og venjum yrði varðveitt. Skandinavía tengist germanskri veröld um ís-
land, hinn trausta og forna jaðar Norðurlanda. Og í raun og veru er afar
margt hægt að læra um þýska forsögu af íslenskum bókum.91
Enn er deilt um hve sjálfstæðar íslenskar bókmenntir séu í menn-
ingarsögulegu samhengi í Evrópu. I skrá yfir bókasafn Wagners
88 Mohnike, Heimskringla, bls. 148.
89 Saxonis Grammatici Historia Danica. Utgáfa Peters Erasmus Miiller og
Johannesar Matthias Velschow. Kaupmannahöfn 1839.
90 Magee, Wagner, bls. 37.
91 Carl Friedrich Koeppen: Literarische Einleitung in die nordische Mythologie.
Berlín 1837, bls. 30.