Skírnir - 01.09.1996, Page 141
SKÍRNIR
GÖTTERDÁMMERUNG
387
er eitt verk um íslendingasögurnar sem á þeim tíma voru lítt
þekkt svið norrænna bókmennta, Sagaenbibliothek Mullers
(1. bindi). I inngangi er lesendum gefið fyrirheit um safn merki-
legra og áður óþekktra drátta lífsins á fornum tímum í norðri,
sem „leggur fram ekki ómerkan skerf til sögu þýskrar ljóðlistar
og rómantísks skáldskapar“.92 Ekki gætir mikilla áhrifa úr safni
Mullers í verkum Wagners. Utiloka má að orð Siegmunds um
dauða móður sinnar („Að ösku brenndur / hinn ágæti skáli / fall-
ið minnar móður / máttugt lík“: Die Walkiire I, 2) séu undir
áhrifum frá Njdls sögu eins og Herbert Huber virðist gera ráð
fyrir,93 enda ræðir Múller Njálsbrennu aðeins mjög lauslega.94
VIII
Þær hugmyndir um eðli og merkingu forníslenskra bókmennta
sem lesa má út úr verkum og fræðilegum ritum Wagners tengjast
semsagt náið rómantískum kenningum um samhengi goðsagna,
hetjusagna og sögu. I hetju- og goðakvæðum eddukvæða og í
Völsunga sögu sá Wagner, rétt eins og kynslóðin á undan honum,
endurspeglast ævafornar heiðnar germanskar hugmyndir. Þessi
skoðun byggðist á þeirri kennisetningu að goðfræðilegir textar
væru alltaf mjög gamlir. Niflungasagan hefði þróast frá hinu goð-
sögulega til hins sögulega. Mikilvægasta heimildin að Hringnum,
Völsunga saga, fær því sökum goðsögulegs svipmóts þann sess að
vera frumarfur Niflungasögunnar. Það var ekki fyrr en eftir tíma
Wagners, þegar fræðimenn fóru að rífa sig lausa frá rómantískum
skýringarkenningum, að mögulegt var að „fletta ofan af“ Völs-
unga sögu og segja hana síðbúið verk fornnorrænna bókmennta.
Af þessu verður ljóst að það voru ekki fornnorrænar heimildir
sem slíkar sem gerðu Wagner kleift að umskapa þetta þekkta efni,
heldur þær rómantísku hugmyndir og vangaveltur sem Goethe-
92 Sagaenbibliothek des Skandinavischen Altertbums in Ausziigen, mit litt-
erarischen Nachweisungen von Peter Erasmus Miiller. Karl Lachmann þýddi
úr dönsku. Berlín 1816. (Viðbundin er Saga von Fridthjof dem Starken í þýð-
ingu Gottliebs Mohnike. Stralsund 1830).
93 Huber, Wagners Ring, bls. 178. Njáls saga var ekki þýdd á þýsku í heild sinni
fyrr en um aldamótin.
94 Múller, Sagaenbibliothek, bls. 40.