Skírnir - 01.09.1996, Síða 144
390
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
anir hans séu „andvígar ýmsum erfðakenningum sem venjan hefir
löghelgað“ (45-46). Víðsfjarri fór að allir gætu samsinnt hugsjón-
um Stephans - gildismati og hugmyndafræðilegri afstöðu. Við-
brögðin urðu oft harkaleg við ítrekuðum atlögum hans að
skeytingarleysi um mannleg gildi - valdabaráttu og gróðasjónar-
miðum - sem fengju að dafna í skjóli kirkju og ríkis.
Mótbárur bréfritara Guðmundar gegn Stephani voru þó lítið
annað en gjálfur miðað við þau boðaköst reiðinnar sem dundu á
honum vestanhafs í kjölfar gagnrýni hans á fyrri heimstyrjöldina.
Vígslóði kom út árið 1920, en nokkur kvæðanna birti Stephan í
íslenskum og vestur-íslenskum blöðum á meðan styrjöldin stóð
sem hæst. Eins og Baldur Hafstað hefur sýnt fram á, þá skiptust
Vestur- og Austur-íslendingar2 í tvo hópa í afstöðu sinni til
stríðsádeilu Stephans: hún vakti almenna hrifningu og aðdáun hér
heima en Vestur-íslendingar brugðust hart við og fannst nærri sér
höggvið.3 Friðarhugsjónir Stephans rákust illilega á við blákaldan
veruleika vina og ættingja fallinna hermanna. Þeim fannst hann
niðurlægja vestur-íslenska hermenn og ýfa sársauka þeirra sem
eftir lifðu. Eina sárabót þeirra var hetjuljóminn sem almenningur
baðaði þá sem börðust fyrir föðurlandið, en með mannfórnunum
töldu innflytjendur sig einnig hafa áunnið sér fullan þegnrétt í
Kanada.4 Stephan hafnaði þessum hugmyndum, svipti stríðsþátt-
tökuna hetjuljómanum, og sýndi dauða og limlestingu hermann-
2 Þennan greinarmun gerir Stephan á íslendingum vestan hafs og austan. Sjá
t.d. Bréf og ritgerðir 2, ritstj. Þorkell Jóhannesson (Reykjavík: Hið íslenzka
þjóðvinafélag, 1942) 12, 124. Til einföldunar og aðgreiningar frá Andvökum,
sem ég vitna til með rómverskum tölum, vísa ég til bindisnúmera Bréfa og
ritgerða með arabískum tölum.
3 Sjá „Vígslóði Stephans G. Stephanssonar", ritgerð til B.A. prófs, Háskóla
íslands, 1971. Baldur setur greinin^u sína á Vígslóða í sögulegt samhengi með
því að greina frá hlutdeild Vestur-lslendinga í stríðinu, útgáfusögu bókarinn-
ar, og illdeilunum sem blossuðu upp í blöðum vestanhafs vegna afskipta
Stephans af söfnun fyrir minnisvarða um fallna hermenn. Stephan vildi verja
söfnunarfénu til styrktar þeim sem áttu um sárt að binda að stríði loknu og
lagðist gegn minnisvarðanum. Hjá Baldri kemur m.a. fram að hlutfall vestur-
íslenskra hermanna hafi verið með eindæmum hátt miðað við önnur þjóðar-
brot í Kanada.
4 Þetta sjónarmið kemur t.d. fram í skáldsögu Lauru Goodman Salverson, The
Viking Heart, þar sem hún rekur sögu landnáms Islendinga í Kanada fram í
fyrri heimstyrjöld. Stephan sagði Lauru hafa „,gyllini-plástrað‘ stríðið" og