Skírnir - 01.09.1996, Page 145
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
391
anna sem tilgangslausa og siðspillta blóðfórn í valdabaráttu
gróðaspekúlanta.
Islenskir lesendur gátu brugðið á þann leik að skipa Stephani
sess utan marka íslensks veruleika - afmarka hann sem „Amer-
íku-Stephán“ og „geðillan heimspeking“. En hvort heldur Vest-
ur-íslendingum líkaði betur eða verr, þá var sú lífsreynsla sem
hann færði í ljóðbúning sprottin úr átakamiðju aðstæðna og um-
hverfis sem þeir deildu með honum og þekktu af eigin raun. Á
fyrri hluta ársins 1918 var reiðin orðin svo mögnuð meðal
Vestur-íslendinga að við lá að Stephan væri dreginn fyrir rétt,
ásakaður um landráð.* * * * 5 Ágreiningnum voru þó ekki gerð full skil
opinberlega fyrr en á árunum 1919-1921 þegar heiftarleg orrahríð
upphófst í blöðum vestra. Mest varð úlfúðin þegar Stephan fylgdi
Vígslóða eftir með fleiri kvæðum um styrjöldina, en hann svaraði
jafnframt ávirðingunum fullum hálsi í greinum þar sem hann
skýrði afstöðu sína og efnistök.
Nú er orðið langt síðan að full sátt varð um að Stephan skyldi
ekki sæta hlutskipti útlagans sem mætti kúra við kórbak íslenskr-
ar menningar, heldur bæri honum heiðurssess á meðal „útvarða“
hennar, eins og Richard Beck nefndi þá sem aukið höfðu veg og
virðingu íslenskrar menningararfleifðar í enskumælandi löndum.
En ekki má gleyma að auk þess að vera býsna hnýflóttur var
Stephan tvítyngdur og hafði tveggja heima sýn.6 Gísli Sigurðsson
taldi réttilega að í sögunni glitti í skeggið á „séra Jóni heitnum Bjarnasyni",
einum helsta talsmanni blóðréttar-sjónarmiðsins meðal Vestur-íslendinga. Sjá
Bréf 09 ritgerðir 3, ritstj. Þorkell Tóhannesson (Reykjavík: Hið íslenzka þjóð-
vinafélag, 1947) 117-18.
5 Sjá skýringu Þorkels Jóhannessonar á bréfi Stephans til séra Rögnvalds Pét-
urssonar árið 1918. Þorkell segir andstæðinga Stephans hafa gert „tilraun til að
fá hann lögsóttan og sakfelldan. En úr því varð ekki og má eflaust ekki síst
þakka það áhrifum séra Rögnvalds Péturssonar, að sú hneysa henti ekki ís-
lendinga" (2: 278).
6 Sigurður Nordal gerir margvíslegri tvíbendingu í skrifum Stephans skil í inn-
gangi að úrvali sínu úr Andvökum (Reykjavík: Mál og menning, 1939). M.a.
ræðir Sigurður metnaðinn sem Stephan bar „fyrir hönd Islendinga" (XXXVI),
en telur einnig að í dómhörku Stephans gagnvart hernaðarbrölti Breta hafi
sést að hann fann til metnaðar „fyrir hönd Bretaveldis" og „ábyrgðar, sem á
honum hvíldi sem borgara heimsveldisins" (XXXVIII). Sigurður ræðir órjúf-
andi tryggðarböndin sem bundu Stephan við íslenska þjóð og tungu, en getur
þess einnig að þau bönd hafi hvorki komið í veg fyrir að Stephan nýtti sér „þá