Skírnir - 01.09.1996, Page 146
392
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
bendir á að við val á kvæðum Stephans í safnútgáfur virðast ís-
lendingar hika við að leita fanga utan þeirra marka sem Sigurður
Nordal setti sínu úrvali, og velja þá helst kvæði um Island, heim-
þrá, eða íslenskan menningararf; íslenskir Kanadamenn hneigist
aftur á móti að þeim kvæðum Stephans sem spruttu upp af dvöl-
inni í Kanada.* * * * * 7
Fyllri mynd af verkum Stephans fæst ef „tvíröddun“ þeirra er
höfð í huga, en samkvæmt Mikhail M. Bakhtin lýsir það hugtak
skáldverkum sem endurskoða og endurnýja tengsl máls, menn-
ingar, hugmynda og formgerða við raunveruleikann.8 Stephan
tekst á við ríkjandi hugarfar beggja vegna Atlantshafsins og ríkj-
andi hefðir í íslensku máli til að koma reynsluheimi sínum og
hugsjónum á framfæri. I umbrotunum má greina „ákveðna af-
bökun tjáningarforma" sem Helga Kress segir einkenna fram-
setningu víkjandi sjónarmiða og mótast af viðleitni til að ná eyr-
um ríkjandi mál- og menningarhóps með því að gangast að vissu
marki inn á forsendur hans en hafna þeim einnig með ýmsu
menntun, sem hið enskumælandi umhverfi [bauð] honum“ né glapið honum
sýn „á fegurð hins nýja lands“: „Náttúrulýsingar hans að vestan og ýmsar
myndir úr amerísku mannlífi og þjóðlífi (sem því miður hafa ekki nema fáar
getað rúmazt í þessu úrvali) eru með því frumlegasta sem hann hefur gert“
(XXXVI-XXXVII).
7 Gísli kynnti niðurstöður sínar á ráðstefnunni The Icelandic Connection sem
haldin var í Kanada haustið 1995 og á málþingi um Stephan sem haldið var í
Norræna húsinu vorið 1996.
8 Sjá The Dialogic Imagination, ritstj. Michael Holquist, þýð. Caryl Emerson
og Michael Holquist (Austin: Univ. of Texas Press, 1987). í skilgreiningum
sínum á tvírödduðum textum lagði Mikhail M. Bakhtin áherslu á tengsl tví-
tyngis (hilingualism) og tvíröddunar (dialogization). Tvíröddun sagði hann
birtast í sinni skýrustu mynd í skáldsögum, því þar færu saman innbyrðis átök
hinna ýmsu bókmenntalegu formgerða sem skáldsagan sé sprottin upp úr og
mismunandi málsniða sem finna megi í sérhverri tungu og komi fram í beinni
jafnt sem óbeinni orðræðu skáldverksins. Tvítyngi sagði Bakhtin hafa gegnt
mikilvægu hlutverki á átjándu öld þegar skáldsagan kom fram á sjónarsviðið.
Þá hafi ekki einungis orðið bylting í allri þjóðfélagsgerð t' Evrópu, heldur hafi
alþjóðleg samskipti verið í miklum vexti og þar með hafi nýir mál- og menn-
ingarstraumar brotið upp stirðnaðar hefðir. Hann tekur þó skýrt fram að tví-
tyngi, innan eða á milli málsamfélaga, leiði ekki til tvíröddunar í texta nema
þegar mismunandi málhefðir og -hugsun fá óhindrað að takast á og varpa nýju
ljósi á ríkjandi hefð. Sjá t.d. kaflana „Epic and Novel“ (11) og „From the
Prehistory of Novelistic Discourse“ (50, 83).