Skírnir - 01.09.1996, Síða 148
394
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
minn sem tengdan huga hefur
hauðri, mig sem ól,
þar sem æsku brautir birti
björtust vonar sól. (I: 101-102)10
Stephan persónugerir Island sem móður, en Kanada er „fóstran“
sem hefur aldrei getað gengið honum alveg í „móður-stað“ (I:
102). Landið er jafn bjart og fagurt og það sem ól hann, en milli
hans og fóstrunnar er einhverskonar „óviðkynning" sem helst má
skýra með því að hann geti ekki gert tilkall til arfleifðar hennar:
„héruð, hlíðar, strendur“ hennar byggir „hálf-ókunnug þjóð“ og
þar ber hann ekki kennsl á „andans ættsvip“ (I: 102). Þannig veit-
ir „Utlegðin" innsýn í tilfinningalega og menningarlega togstreitu
manns sem lifir og starfar fullorðinsár sín fjarri því mál- og
menningarsamfélagi sem mótaði hann í uppvexti.
Meðferð Stephans á hugtakinu „útilegumaður" í þessu kvæði
er gott dæmi um hæfni hans til að sveigja íslenskt mál að nýjum
aðstæðum. Titill kvæðisins vísar í gagnkvæma óvild milli útlaga
og samfélags, og höfðar til væntinga íslenskra lesenda um að vest-
urfarinn harmi útlegð sína frá íslandi, en kvæðið sjálft afbyggir
þau merkingartengsl.* 11 Samkvæmt hefðbundnum skilningi er út-
legð fullkomið frelsi frá menningarlegum fjötrum; í útlegð Steph-
10 Allar tilvitnanir í ljóð Stephans vísa í útgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé-
lagsins á Andvökum. Þorkell Jóhannesson ritstýrði þessari auknu og endur-
bættu útgáfu á frumútgáfunni, sem kom út í sex bindum á árunum 1909-1938 í
Reykjavtk og Winnipeg. I. bindi endurútgáfunnar kom út árið 1953, II. b.
1954, III. b. 1956 og IV. b. 1958.
11 Eins og Jacques Derrida benti á í ráðstefnuávarpinu „Structure, Sign and Play
in the Discourse of the Sciences", sem hann flutti við Johns Hopkins háskól-
ann árið 1966, þar sem hann setti fyrst fram skilgreiningu sína á afbyggingu,
þá er helsta leiðin til að kollvarpa hugmyndafræðilegu ofríki og togstreitu sú
að velja og draga fram þau merkingargildi sem hugmyndakerfið hafnar, eða
sem falla á einhvern hátt utan þess ramma sem því er settur. En til þess að sú
merking sem fellur utan rammans geti brugðið á leik og rofið þau mörk sem
sett hafa verið þarf að leiða fram sameiginleg gildi hugmyndatvennunnar sem
liggur til grundvallar, þau gildi hennar sem eru ósættanleg, og þau merkingar-
legu gildi hennar sem eru óstöðug, óviss, og slá þar með endanlegri merkingu
á frest (122). Sjá Modern Criticism and Theory, ritstj. David Lodge, þýð. Alan
Bass (London: Longman, 1988), en ávarpið birtist upphaflega í riti Derrida,
Writing and Difference (1978).