Skírnir - 01.09.1996, Page 150
396
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
að þér hafi ég, ættjörð mín, horfið frá hlið
og heitorð mitt annarri gefið -
það land, sem mig beri á brjóstinu nú
svo blítt, hafi lögfest sér ást mína og trú. (I: 115)
Síðar í kvæðinu segir:
En svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest,
að einungis gröfin oss skilur,
og þannig er ást sú, til þín sem mér ber -
þó léztu að fjölmörgum betur en mér. (I: 116)
Sagnaarfur Islands og framtíðarvonir, ásamt því máli sem öll
kvæði Stephans „hljóma" á, eru greypt í hans innsta eðli; hvernig
sem allt byltist þá „elskaði" hann ísland, eins og segir í niðurlagi
vísnanna (I: 117). Samt verður Stephan að „segja eins og er“, játa
að hann hafi hrifist af fegurð nýju festarmeyjarinnar og finni að
„ósjálfráð ástin og heit“ hefur segulafl sem hann stenst ekki.
Hann útskýrir fyrir Islandi að í Kanada hafi hann fundið frjóan
andans jarðveg: „allar þær listir, sem láta“ Islandi „bezt“, „lífgar"
Kanada eins og „ylur“ sem vekur „vorblómin" til nýs lífs (I: 116).
Tilfinningatogstreituna leysti Stephan endanlega upp með því
að leggja áherslu á þá hagsmuni og ábyrgð sem hann á sameigin-
lega með öllu mannkyni, en eins og Haraldur Bessason sýnir
fram á, þá skipaði skáldlegt innsæi og framsýni kveðskap Steph-
ans á bekk heimsbókmennta.12 Þrátt fyrir ósjálfráða og heita ást á
Kanada hélt Stephan sig að ákveðnu leyti áfram í útlegð.13 Allur
kveðskapur hans ber vitni um rótfestu í íslenskri arfleifð; jafnvel
kvæðin sem hann kvað nýja fóstur-landinu voru ekki ort á ensku
heldur íslensku. Stephani varð ljóst að menningarlegt rótleysið
sem hann lýsti í „Utlegðinni“ veitti honum frelsi - ekki einungis
til að rjúfa hefðbundin merkingartengsl stakra orða og ljá þeim
12 Sjá nánar „Where the Limitation of Language and Geography Cease to Ex-
ist“, The Icelandic Canadian (1967) 25.4: 47-53, 72-76.
13 í greininni „Nikulásarmessa" segist Stephan hvorki vilja státa af því að vera Is-
lendingur né að vera breskur þegn (sem Kanadamaður í breska samveldinu) og
bætir við: „Ég var ekki til ráða kvaddur um ið fyrra, og lög um ið síðara setti