Skírnir - 01.09.1996, Side 151
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
397
nýja eða víðari merkingu, heldur einnig til að leysa úr læðingi
hefðbundna hugsun og endurskoða viðtekið gildismat frá sjónar-
hóli heimsborgarans.
Tvítyngi og tvíröddun
Stephan tilheyrði tveimur menningar- og málsamfélögum, þrátt
fyrir að hann teldi tilkall sitt til hvorugs skilyrðislaust. Því má
segja að mörg kvæða hans tali tveimur menningarlegum tungum,
enda þótt þau séu skrifuð á íslensku. Vald Stephans á ensku veitti
honum aðgang að enskum bókmenntum beggja vegna Atlants-
hafsins og hann las allt sem hann kom höndum yfir af enskum og
íslenskum bókmenntum og fræðum, fornum og nýjum.14 Ahrifa-
máttur þeirrar víxlverkunar sem verður þegar tveir mál- og
menningarheimar takast á sést ljósast í stríðsádeilu Stephans.
Ennfremur má þar greina tvísýn manns sem endurskoðar íslenska
mótunarreynslu sína frá sjónarhorni enskrar málhugsunar, en
skoðar jafnframt málbundna hugsun enskunnar frá sjónarhóli ís-
lenskrar menningar.
Áhrifin af tvítyngi Stephans eru ekki augljós vegna þess hve
liðlegar þýðingar hans á stökum orðum, orðtökum, og orðasam-
böndum eru í lestri, eins og sjá má í ljóðaþýðingum hans úr
ensku, greinum þar sem hann svaraði árásum á stríðsádeilukvæði
ég aldrei sjálfur" (367). Sjá Bréf og ritgerðir 4, ritstj. Þorkell Jóhannesson
(Reykjavík: Hið íslenska þjóðvinafélag, 1948). Eina tilkallið sem Stephan segir
Norður-Ameríku geta gert til sín er „það, sem hver góður drengur skuldar
sjálfum sér, það að reynast íbúðarlandi sínu eins vel og hann hefir vit og orku
á, hvar sem fer og flækist. Ég kom hingað til lands fulltíða maður. Ameríka
kostaði engu til uppeldis míns, né þess litla þroska, sem ég náði. Hann á ég Is-
landi einu að þakka, en mér sjálfsagt sjálfum að hann varð ekki meiri en hann
er“ (4: 369). Sú afstaða Stephans að hann sé ekki skuldbundinn til að láta sér
vel líka stjórnarfarslegar ákvarðanir í Kanada er ríkjandi í þessari grein, sem
víða annarsstaðar. Einnig taldi hann náin kynni af menningu annarra þjóða
auka á víðsýni, eins og kemur t.d. fram í bréfi til Sigfúsar Blöndals þar sem
hann þykist viss um að dönsk eiginkona Sigfúsar hafi orðið „hugum-rýmri
heimsborgari" af því að giftast manni af öðru þjóðerni en hennar eigin (3: 341).
14 Þetta má glögglega sjá í bréfaskrifum Stephans til vina sinna og kunningja. Af
þeim má einnig ráða að hann fylgdist gjörla með útgáfustarfsemi hinna Norð-
urlandaþjóðanna í Vesturheimi og að hann las m.a. verk eftir Balzac, Hugo,
Zola, Tolstoj og Gorki í enskum þýðingum.