Skírnir - 01.09.1996, Page 152
398
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
sín, og bréfum þar sem hann skýrir oft enska orðnotkun sína með
íslenskri þýðingu.15 Auðsætt er að Stephani var mikið í mun að
málfar kvæðanna bæri ekki blæ af ensku, en innbyrðis tengsl mál-
anna gat hann hinsvegar nýtt sér til að undirstrika árekstur hug-
mynda og menningarbundinna gilda.
Afdrif lokaerindis annars tveggja kvæða sem Stephan flutti í
„Avarpi á Islendingadag 2. ágúst 1904“ benda til að hann hafi
verið á varðbergi fyrir enskum málfarsáhrifum í kveðskap sínum.
I ávarpinu flutti Stephan „Fjallkonunni" og „Mjallkonunni“
hvorri sitt kvæðið, en einungis Fjallkonukvæðið, „Þó þú langför-
ull legðir“, er kennt við Islendingadagsræðuna í Andvökum.
Mjallkonukvæðið, til Kanada, varð hinsvegar ásamt öðru kvæði
að einkennisvísum við V. kaflann í Andvökum, undir efnisfyrir-
sögninni „Ut á víðavangi", en þar er lokaerindinu sleppt (I: 297).
I ávarpinu var kvæðið svohljóðandi:
Blána teigar bjarka-lands,
Bryddir heyja völlum,
Vítt sem eygir víðsýn manns
Vestr’ að reginfjöllum.
Ylur og raki, að yrkja þann,
Arstíð vaka’ í túnum,
Sólskins-akur - iðgrænan
Upp að klaka-brúnum.
Hnjúkar stál-grátt höfuð-vaf
Heiðlofts bála gull’ um,
15 Stöku sinnum sneri Stephan nokkrum línum úr enskum ljóðum til að skýra
mál sitt í bréfum og erindum. Hluta úr fornensku ljóði um Krist þýddi hann á
íslensku, um leið og hann afkristnaði það, undir heitinu „Örvandilstá", en að
auki þýddi hann t.d. ljóð eftir Robert Burns og Rudyard Kipling. Sjá nánar
grein eftir Richard Beck, „Ljóðaþýðingar Stephans G. Stephanssonar",
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga 35 (1953): 4-19. Af fjölmörgum orðaþýð-
ingum Stephans má nefna „afhrökun" fyrir „degradation“, „kreddu-stirfinn“
fyrir „dogmatic“, en snjallyrðið „einyrkingur" kemur í stað „individualist“ og
„umfeðmingur" í stað „universalist“. Fyrir kemur að Stephan leyfir íslensku
og ensku að slá saman á hnyttinn hátt, eins og þegar „conventionalism“ verður
„konventsjónalismusinn", en orðið íslenskar hann sem „kredduna".